26 Græn orka NÝ ORÐ • raforku- framleiðsla • endurnýjanlegt • orkugjafi Víða um heim er rafmagn búið til með því að brenna jarðefnaeldsneyti á borð við kol og jarðgas. Kjarnorka er líka notuð til raforkuframleiðslu. Á Íslandi er rafmagn framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, aðallega vatnsorku og jarðvarma. Þeir geta samt haft skaðleg áhrif á náttúruna. Úrgangur frá kjarnorkuverum er geislavirkur. Það þarf að vanda vel til verka við geymslu hans og endurvinnslu svo að hann skaði ekki umhverfið. Þegar rafmagn er framleitt með vatnsafli þarf stundum að sökkva stórum svæðum undir virkjunarlón.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=