25 1. Þekkir þú einhvern sem notar ekki síma? 2. Hvaða raftæki þarf að hlaða á þínu heimili? 3. Hvað hefur þú notað margar tegundir af ósýnilegum rafsegulbylgjum í dag? NÝ ORÐ • hleðslustöð • bylgjulengd • innrautt ljós Getur rafmagn verið ósýnilegt? ? Allt í kringum okkur eru ósýnilegar orkubylgjur sem kallast rafsegulbylgjur. Flestar berast til okkar með geislum sólar. Aðrar koma lengra að, utan úr geimnum. gammageislar röntgengeislar útvarpsbylgjur örbylgjur innrautt ljós sýnilegt ljós Lengd geislanna í nanómetrum útfjólubláir geislar Röntgengeislar geta smogið í gegnum mannslíkamann og kallað fram mynd. Þegar loftnet breytir rafmagni í útvarpsbylgjur er hægt að hlusta á spennandi þætti í símanum. Með örbylgjum er hægt að poppa og elda mat í örbylgjuofnum. Bylgjur eru mældar í nanómetrum Þráðlausar fjar- stýringar stýra raftækjum með innrauðu ljósi. Sumar rafsegulbylgjur eru sýnilegar og við sjáum þær sem mismunandi liti. Hver litur hefur sína bylgjulengd.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=