24 Rafmagn allt í kring Við sjáum bæði rafmagn og raftæki víða í kringum okkur. Á götunum eru ljósastaurar, umferðarljós og upplýst auglýsingaskilti innan um rafmagnsbíla og hleðslustöðvar. Á heimilum eru raftæki sem við notum til að þvo leirtauið og þvottinn okkar og sjá jafnvel um að bursta tennurnar í okkur! Raftækin eru notuð til að slétta fötin, þurrka hárið, spila tónlist, sýna kvikmyndir og svona mætti lengi telja. Í raun er nútímafólk svo háð rafmagni að það gæti varla lifað án þess. 1880 1925 1990 2000 2026 Líkt og með alla tækni þá hafa raftæki þróast mjög hratt síðustu áratugina. Þekkir þú þessar græjur? Raftækjum fylgja koma alls konar frábær orð eins og snúra, örbylgja, hleðslutæki, straumbreytir, innstunga, kló, loftnet, fjöltengi, pera, fjarstýring og… og… En veistu hvaða orð mömmu minni finnst ekkert sérlega frábært? Það er orðið rafmagnsreikningur!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=