Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

23 NÝ ORÐ • vatnsorka • rafall • einangrandi 1. Hvaða náttúruvænu orkugjafa þekkir þú? 2. Hvers vegna má ekki snerta vír í rafrás? 3. Nefndu dæmi um efni sem leiða rafstraum illa. Rafrásir ? Víða má finna rafrásir, t.d. inni í raftækjum. Til þess að rafstraumur nái að flæða í gegnum rafrás þarf hún að vera lokaður hringur. Þegar rafstraumur flæðir eftir vír, hitnar vírinn. Einföld rafrás virkar þannig að hún þarf eitthvað sem gefur henni orku, t.d. rafhlaða. Hægt er að tengja vír við mínus og plús enda rafhlöðunnar og tengja báða vírana við ljósaperu. Þá er hringnum lokað og ljósaperan skín. Passaðu þig! Ekki halda um vírinn, þá færðu kannski straum! Það kemur ekki rafstraumur fyrr en hringrásin er tengd alla leið. Rafstraumurinn getur líka flætt í burtu ef annað efni, sem leiðir rafeindir vel, snertir vírinn. Þess vegna er vírinn húðaður með plasti eða öðru einangrandi efni og kemur í veg fyrir að við fáum straum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=