22 Raforka Raforkuver fanga orku úr náttúrunni, eins og vatnsorku, vindorku eða jarðvarma, og breyta henni í raforku. Þessi raforkuver nota rafala til að framleiða raforku. Inni í rafalnum eru vírar sem snúast inni í segulsviði. Þá flæða rafeindir hratt eftir vírunum. Þegar margar rafeindir flæða saman í sömu átt verður til öflugur rafstraumur sem ber með sér raforku. Raforkan ferðast eftir raflínum. Línurnar flytja hana frá raforku- verum til heimila og vinnustaða Þegar við viljum nota raftæki þurfum við að stinga því í sam- band við rafstrauminn í gegnum innstungu. Hann ber raforku inn í tækið og þá virkar það. Orkugjafinn snýr hverfli sem kemur rafalinum af stað. á á á stífla stífla hverfill inntak rafmagnslínur rafall
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=