Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

21 NÝ ORÐ • segulsvið • segulmagn • segulskaut 1. Hvað gerist ef þú ýtir saman norðurskauti tveggja segla? 2. Hvenær notar þú segla í daglegu lífi? 3. Af hverju eru málmar flokkaðir frá öðru rusli? Sumir rafseglar eru svo öflugir að þeir geta dregið að sér stór og þung málmstykki. Það er hægt að nota segla til að búa til nýja segla. Það er líka hægt að nota rafstraum til að búa til segla. Þeir kallast rafseglar og virka bara þegar þeir eru í sambandi við rafstraum. Seglar finnast í náttúrunni og stundum er sagt að Jörðin okkar virki eins og stór segull vegna þess að hún hefur risastórt segulsvið í kring um sig. Rétt við norðurpólinn er staður sem kallast segulnorður. Segulnorður er ekki alltaf á sama stað. Allir seglar á Jörðinni fylgja segulsviði hennar og snúa þvínorðurskauti sínu í segulnorður. Þess vegna eru seglar í áttavitum. Myndirnar sýna segulsvið Jarðarinnar og segulnorður. ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=