Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

19 NÝ ORÐ • orka • rafspenna • leiða 1. Eru manneskjur búnar til úr frumeindum? 2. Hvenær er hægt að sjá stöðurafmagn? 3. Hvers myndir þú helst sakna ef það væri ekkert rafmagn? Það er langt síðan mannkynið uppgötvaði að rafmagn væri til. Forn-Grikkir vissu að hægt var að byggja upp rafspennu með því að nudda saman skinni og steini sem kallast raf. Þessi rafspenna nefnist stöðurafmagn. Í meira en 400 ár hefur vísindafólk rannsakað hvernig rafmagnið virkar. Smám saman hefur þekkingin aukist og í dag getum við búið til rafmagn, geymt það og leitt það á ákveðna staði. Uppgötvun og nýting rafmagnsins hefur breytt lífsgæðum fólks til hins betra og við gætum varla ímyndað okkur lífið án þess. Raftæki eru allt í kringum okkur og við notum þau á hverjum degi. Magnaður kraftur í þessu rafi. Skyldum við geta nýtt þennan magnaða kraft í eitthvað sniðugt ...? Hvað með að kalla þennan magnaða kraft bara raf-magn? ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=