Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

18 Rafmagn Allt efni í heiminum er gert úr örlitlum eindum sem við köllum frumeindir. Allar frumeindir hafa kjarna með róteindum og nifteindum. Í kringum hann svífa litlar og léttar rafeindir. Rafeindirnar eru neikvætt hlaðnar og laðast að jákvætt hlöðnum róteindum í kjarna frumeindarinnar. Rafeindir færa sig oft á milli frumeinda. Þá verður til orka sem kallast rafmagn. Rafmagn er alls staðar þó að við sjáum það oftast ekki. Rafmagn sést þó í þrumuveðri. Elding er ekkert annað en hellingur af rafeindum á fullri ferð um loftið. Nifteindir eru óhlaðnar. Þess vegna er hvorki plús- né mínustákn á þeim. rafeind róteind nifteind kjarni Frumeind Þegar eldingu slær niður losnar um mikla orku. Vissir þú? Frumeind er þýðing á enska orðinu atom og var fyrst kynnt í byrjun 19. aldar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=