15 Verkefni og umræður Trausti og Líf eru að skoða flekahreyfingar. Þau fengu ónýtar bækur frá skólasafninu. Svo röðuðu þau bókunum og prófuðu að hreyfa þær. Þau ýttu þeim saman, sundur og meðfram hvorri annarri. Þeim fannst gaman að sjá hvernig einn fleki hafði áhrif á aðra í kringum sig. Prófið sjálf en passið að nota bara ónýtar bækur. Birki þykir vænt um plánetuna Jörð og vill læra allt um hana. Honum finnst líka gaman að endurvinna. Hann er að mála gamalt púsluspil og breyta því í listaverk. Fyrst gerði hann útlínur allra landanna á þykkan pappír og nú er hann að líma púslbitana inn. Hjálpist að og gerið svona listaverk fyrir skólann ykkar. Sofia hefur mikinn áhuga á því hvernig vindur og vatn breyta landslaginu. Hún náði sér í rakan sand í sandkassann á skólalóðinni og mótaði fjall úr honum. Svo prófaði hún að láta vatn renna niður fjallshlíðarnar. Hún blés líka á fjallið með röri. Fjallið hennar breyttist heilmikið. Prófið líka! En þið vitið … bara úti! ?!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=