Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

14 Veðrun og rof NÝ ORÐ • mola • sverfa • rjúfa Jörðin okkar er síbreytileg. Meginlandsflekar færast til, nýtt berg verður til í eldgosum og jarðskjálftar hrista jarðskorpuna. En fleiri öfl eru að verki. Vatnið mótar landslagið í sinni eilífu hringrás. Smám saman grafast djúp gil og með vatninu berast efni langar leiðir. Sjórinn lemur ströndina og molar bergið. Vatn safnast í bergsprungur, frýs þar og bergið springur. Vindurinn ber með sér létt jarðvegsefni og sverfur landið í ýmsar myndir. Skriðjöklar rjúfa landið á leið sinni og mynda firði og dali. Jurtir og smádýr bora sig inn í grjót og mola það smám saman. Aukin loftmengun getur valdið súru regni. Það flýtir fyrir veðrun. Fíllinn í Vestmannaeyjum er klettur úr stuðlabergi. Sjórinn hefur rofið neðsta hluta klettsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=