Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

13 1. Hver er munurinn á hafís og jökulís? 2. Af hverju myndast stundum lón við jökulsporð? 3. Hvers vegna drekkur fólk ekki vatn úr jökulám? ? NÝ ORÐ • jökulsporður • jökulgarður • gruggugt Þegar jökull þykknar mikið, skríður hann fram undan eigin þunga. Skriðjöklar ryðja lausum jarðvegi á undan sér. Við jökulsporða má oft sjá háa jökulgarða. Sums staðar myndast lón þar sem skriðjökull endar. Þar fljóta oft stór klakastykki sem hafa brotnað úr jöklinum. Stærstu ár landsins eiga upptök sín í jöklum. Þær kallast jökulár og eru kraftmiklar og gruggugar. Eitt sinn ruddi jökullinn jarðveginum upp í háan jökulgarð. Svo hopaði hann og skildi lónið eftir. Á svæðum þar sem jökulhlaup verða geta jökulár vaxið hratt og breitt úr sér. Þar þarf að byggja háar og traustar brýr þó ekkert vatn sé undir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=