Jöklar Stór hluti af ferskvatnsforða Jarðarinnar er frosinn í jöklum. Langstærsta jökulbreiðan er á Suðurskautslandinu en næst á eftir kemur Grænlandsjökull. Norðurskautið er líka þakið ís en það er hafís sem er frosinn sjór og því ekki ferskvatn. Um 11% af flatarmáli Íslands er þakið jökli. Þar af hylur Vatnajökull um 8% landsins. Hann er líka stærsti jökull Evrópu. Ef ísmagninu í íslensku jöklunum væri dreift jafnt yfir landið yrði íslagið 35 m þykkt. Jöklar eru samt ekki alltaf jafn stórir. Þeir vaxa á veturna en minnka á sumrin. Jöklar þurfa kalt loftslag og snjókomu til að viðhalda sér. Miðja Íslands liggur hátt yfir sjávarmáli. Það er meiri úrkoma sunnanlands en fyrir norðan. Þess vegna eru flestir jöklar á hálendinu og á suðurhluta landsins. Ertu að fara á skíði Artie? Ha? Nei, ég var bara að ímynda mér hvernig Reykjavík Iiti út undir 35 m af snjó og gIeymdi mér aðeins… 12
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=