Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

11 1. Hvað nefnist skel Jarðarinnar? 2. Hvað gerist ef jarðflekar rekast saman? 3. Hver eru rétt viðbrögð við jarðskjálfta? ? NÝ ORÐ • upptök • flóðbylgja • viðbragð Þegar allt hristist og skelfur geta stór grjót hrunið úr fjallshlíðum og sprungur myndast í berggrunni og jarðvegi. Hús á Íslandi eru flest byggð til að þola jarðskjálfta. Hlutir geta þó hrunið úr hillum og húsgögn færst til. Þess vegna er nauðsynlegt að kunna rétt viðbrögð við jarðskjálfta. Hvað ertu að teikna Mínerva? Næstum því Fróðný! Þetta er jarðskjálftaIínurit sem sýnir stærð jarðskjálfta. Krjúptu úti í horni, í dyragátt eða undir borði. Það fer minna fyrir þér og þú meiðist síður. Hlutir geta hrunið í kringum þig. Skýldu höfðinu með höndunum. Haltu þér, t.d. í borðfót eða dyrakarm, á meðan mestu lætin ganga yfir. Eru þetta jarðskjáIftabyIgjur? Krjúpa! Skýla! Halda!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=