10 Jarðskjálftar Þegar jarðskorpan, skel Jarðar, brotnar vegna eldsumbrota eða flekahreyfinga verður mikið högg. Jörðin skelfur og höggbylgjur berast um yfirborð hennar eða í gegnum hana. Við köllum þetta jarðskjálfta. Hægt er að mæla jarðskjálftabylgjurnar. Það er gert til að finna stærð og upptök skjálftans. Á Íslandi verða margir jarðskjálftar á hverjum sólarhring og því eru jarðskjálftamælar víða um land. Á vef Veðurstofunnar má sjá jarðskjálfta sem hafa orðið á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar. Flóðbylgjur geta orðið allt að 50 metra háar þegar þær skella á ströndinni. Við jarðskjálfta neðansjávar myndast flóðbylgjur sem sjást vel á yfirborðinu. Þær stækka þegar nær dregur landi því þar er sjórinn grynnri. Á landi geta þær valdið miklu tjóni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=