Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

9 NÝ ORÐ • kvika • gosefni • manntjón 1. Hvernig kælir Jörðin sig? 2. Hvaðan kemur hraunkvikan? 3. Hver er munurinn á sprengigosi og flæðigosi? ? Dyngja er eldstöð sem minnir á hringlaga skjöld. Á toppnum er gígur og eldgosin kallast dyngjugos. Þegar eldfjallið Vesúvíus gaus nærri borginni Pompei árið 79 grófust þúsundir íbúa undir mikilli ösku. Hraunkvika verður allt að 1250 °C heit þegar hún nær yfirborðinu. Ef eldgos verður undir jökli bræðir kvikan ísinn og getur valdið jökulhlaupi. Þá falla hættuleg flóð af vatni og leir sem ryðja burt öllu sem á vegi þeirra verður. Stundum myndast gjóskuhlaup. Þá æðir brennheitur gosmökkur niður hlíðar eldfjalls í stað þess að stíga upp. Gusthlaup eru líka til, þau innihalda eitrað gas og geta valdið miklu manntjóni. Eldgos á Reykjanesskaga 2023.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=