Halló heimur 4 - fyrstu 5 kaflarnir

Eldgos Jörðin er glóandi heit að innan og þarf reglulega að kæla sig. Það gerir hún með því að flytja heita kviku frá möttli sínum upp á yfirborðið. Því fylgja oft sterkir jarðskjálftar. Þegar efnið brýst upp á yfirborðið sjáum við eldgos. Sum eldgos eru sprengigos en önnur kallast flæðigos. Í sprengigosum rís gosgufa hátt upp. Í henni eru alls konar gosefni sem berast með vindi langar leiðir. Flæðigos þekkjast á fljótandi kviku sem þrýstist upp gosopið en rennur svo hægt um yfirborð Jarðar. Þegar kvikan storknar verður hún að hrauni. Sum eldgos eru blanda af báðum gerðum. Sprengigos sjást víða að og geta haft áhrif á flugumferð. Flæðigos, einnig nefnd hraungos, eru fallegt sjónarspil. Heyrðu Fróðný, veistu hvort þessi gosefni séu eitthvað hættuleg? Ó, já! Svo sannarlega. Í þeim er t.d. aska sem er vont að anda að sér og fá í augun og eiturgufur sem geta valdið köfnun! 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=