HALLÓ HEIMUR Grúskarar gefast a ldrei upp! HALLÓ HEIMUR 4 – Grúskarar gefast aldrei upp
Í þessari bók lærið þið um: • myndun og mótun landsins • rafmagn og segla • alls konar þroska • lífið undir yfirborði jarðar • fjármál og netöryggi • heimsálfurnar • trúarbrögð í heiminum • umhyggju og öryggi • íslenska þjóðhætti nemendabók HALLÓ HEIMURGrúskarar gefast aldrei upp!
HALLÓ HEIMUR Thor Saga Líf Artie Sofia Trausti Birna Birkir Fróðný Jónella Sigurjónsdóttir Unnur María Sólmundsdóttir Grúskarar gefast aldrei upp! Myndhöfundur: Iðunn Arna
2 Myndun og mótun lands . . 4 Flekar............................... 6 Eldgos . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Jarðskjálftar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Jöklar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Veðrun og rof . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Rafmagn og seglar ......... 16 Rafmagn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Seglar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Raforka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Rafrásir........................... 23 Rafmagn allt í kring . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Getur rafmagn verið ósýnilegt? . . . . . 25 Grænraforka...................... 26 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . 27 Undir yfirborðinu . . . . . . . . . . . . 42 Fiskar í hafinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Spendýr í sjónum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Sjávargróðurogsædýr................ 48 Lífið í fjörunni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Lífið neðanjarðar – þurrlendi . . . . . . . . . . 52 Líf neðanjarðar – votlendi . . . . . . . . . . . . . 54 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55 Náttúrugreinar Efnisyfirlit Alls kyns þroski . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Kynhlutverk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Kynþroski . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Breytingar á líkamanum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Kynvitund . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Kynhneigð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Félagslegur þrýstingur . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41
3 Umhyggja og öryggi . . . . . . . . 102 Einelti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104 Fordómar........................... 106 Virðing og réttlæti . . . . . . . . . . . . . . . . . 108 Tillitsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 110 Umburðarlyndi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 111 Umhyggja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 113 Íslenskir þjóðhættir . . . . . . . 114 Bærinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 116 Selið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118 Verið................................... 119 Kirkjan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 Kaupstaðurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122 Maður er manns gaman . . . . . . . . . . . . . . . 124 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 125 Samfélagsgreinar Heimsálfur ...................... 70 Heimurinn.............................. 72 Bauganetogtímabelti ................ 73 Asía . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Afríka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Norður-Ameríka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Suður-Ameríka......................... 80 Suðurskautslandið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Evrópa.................................. 84 Eyjaálfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87 Forn trúarbrögð .............. 88 Grísk goðafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90 TrúMaya........................... 92 Trú Inka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94 Trú Forn-Egypta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 Saraþústratrú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98 Trú frumbyggja Ástralíu . . . . . . . . . . . . . . . 100 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 101 Fjármál og netöryggi . . . . . . 56 Peningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Útgjöld................................. 60 Skattur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Sparnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Rafrænar greiðslur og netöryggi . . . . . . 66 Persónuvernd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Hugtök ............................. 126
Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um jarðskorpu og flekaskil Jarðar ● fræðast um eldgos og jarðskjálfta ● skoða hvernig vatn og vindur geta breytt landslagi 4 MYNDUN OG MÓTUN LANDS
Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● bregðast rétt við í jarðskjálfta ● gera sandkassatilraun með vatns- og vindrof 5 VISSIR ÞÚ AÐ … • undir Íslandi er svonefndur heitur reitur • jörðin kælir sig með eldgosum • jörðin er samsett af mörgum flekum • vatn og vindar móta Jörðina
6 Þegar við sjáum myndir af Jörðinni þekkjum við ýmis meginlönd sem eru oftast kallaðar heimsálfur. Flekar Hvaða heimsálfur þekkir þú? Fyrir um 250 milljón árum lágu allir megin- landsflekarnir saman og mynduðu risameginlandið Pangeu. Svo gliðnaði Pangea í sundur. Á fráreksbeltum kemst kvika auðveldlega upp á yfirborðið og ýtir flekunum í sundur. Flekar geta líka nuddast saman ef þeir hreyfast samsíða. Það kallast hjáreksbelti. Stundum rennur annar flekinn undir hinn og eyðist í möttlinum. En stundum hlaðast upp há fjöll. Það kallast samreksbelti. Jörðin er lagskipt og yfirborð hennar er samsett úr flekum sem kallast jarðskorpuflekar. Þeir fljóta á möttli Jarðar og eru á sífelldri hreyfingu. Það er eldvirkni úr möttli Jarðar sem kemur flekunum á hreyfingu. Flekamörk geta verið þrennskonar:
7 Flekamörk eru ýmist á landi eða neðansjávar. Í úthöfunum eru háir fjall- garðar sem kallast hryggir og djúp gljúfur sem kallast rennur. Eftir endilöngu Atlantshafinu liggur úthafshryggur. Á nokkrum stöðum stendur hann upp úr sjónum eins og eyjan okkar Ísland er gott dæmi um. Á flekamörkum er víða eldvirkni. Þar eru gosbelti eins og hér á Íslandi. Sums staðar eru líka heitir reitir þar sem efni úr möttli Jarðar leitar til yfirborðs í svokölluðum möttulstróki. Undir Íslandi er heitur reitur sem hefur verið virkur í 60 milljón ár. Þannig varð eldfjallaeyjan okkar til við síendurtekin neðansjávareldgos. Hún reis úr hafi fyrir um 20 milljón árum. NÝ ORÐ • eldvirkni • gosbelti • heitur reitur 1. Hvaða dýr ætli hafi verið á Pangeu? 2. Á hvaða leið eru flekarnir undir Íslandi? 3. Hvenær varð Ísland til? Hæstu fjöll heims, eins og Himalaya fjallgarðurinn, eru á flekamótum. Ísland liggur á fráreksbelti og heitum reit. Það útskýrir mikla eldvirkni og marga jarðskjálfta. ?
Eldgos Jörðin er glóandi heit að innan og þarf reglulega að kæla sig. Það gerir hún með því að flytja heita kviku frá möttli sínum upp á yfirborðið. Því fylgja oft sterkir jarðskjálftar. Þegar efnið brýst upp á yfirborðið sjáum við eldgos. Sum eldgos eru sprengigos en önnur kallast flæðigos. Í sprengigosum rís gosgufa hátt upp. Í henni eru alls konar gosefni sem berast með vindi langar leiðir. Flæðigos þekkjast á fljótandi kviku sem þrýstist upp gosopið en rennur svo hægt um yfirborð Jarðar. Þegar kvikan storknar verður hún að hrauni. Sum eldgos eru blanda af báðum gerðum. Sprengigos sjást víða að og geta haft áhrif á flugumferð. Flæðigos, einnig nefnd hraungos, eru fallegt sjónarspil. Heyrðu Fróðný, veistu hvort þessi gosefni séu eitthvað hættuleg? Ó, já! Svo sannarlega. Í þeim er t.d. aska sem er vont að anda að sér og fá í augun og eiturgufur sem geta valdið köfnun! 8
9 NÝ ORÐ • kvika • gosefni • manntjón 1. Hvernig kælir Jörðin sig? 2. Hvaðan kemur hraunkvikan? 3. Hver er munurinn á sprengigosi og flæðigosi? ? Dyngja er eldstöð sem minnir á hringlaga skjöld. Á toppnum er gígur og eldgosin kallast dyngjugos. Þegar eldfjallið Vesúvíus gaus nærri borginni Pompei árið 79 grófust þúsundir íbúa undir mikilli ösku. Hraunkvika verður allt að 1250 °C heit þegar hún nær yfirborðinu. Ef eldgos verður undir jökli bræðir kvikan ísinn og getur valdið jökulhlaupi. Þá falla hættuleg flóð af vatni og leir sem ryðja burt öllu sem á vegi þeirra verður. Stundum myndast gjóskuhlaup. Þá æðir brennheitur gosmökkur niður hlíðar eldfjalls í stað þess að stíga upp. Gusthlaup eru líka til, þau innihalda eitrað gas og geta valdið miklu manntjóni. Eldgos á Reykjanesskaga 2023.
10 Jarðskjálftar Þegar jarðskorpan, skel Jarðar, brotnar vegna eldsumbrota eða flekahreyfinga verður mikið högg. Jörðin skelfur og höggbylgjur berast um yfirborð hennar eða í gegnum hana. Við köllum þetta jarðskjálfta. Hægt er að mæla jarðskjálftabylgjurnar. Það er gert til að finna stærð og upptök skjálftans. Á Íslandi verða margir jarðskjálftar á hverjum sólarhring og því eru jarðskjálftamælar víða um land. Á vef Veðurstofunnar má sjá jarðskjálfta sem hafa orðið á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar. Flóðbylgjur geta orðið allt að 50 metra háar þegar þær skella á ströndinni. Við jarðskjálfta neðansjávar myndast flóðbylgjur sem sjást vel á yfirborðinu. Þær stækka þegar nær dregur landi því þar er sjórinn grynnri. Á landi geta þær valdið miklu tjóni.
11 1. Hvað nefnist skel Jarðarinnar? 2. Hvað gerist ef jarðflekar rekast saman? 3. Hver eru rétt viðbrögð við jarðskjálfta? ? NÝ ORÐ • upptök • flóðbylgja • viðbragð Þegar allt hristist og skelfur geta stór grjót hrunið úr fjallshlíðum og sprungur myndast í berggrunni og jarðvegi. Hús á Íslandi eru flest byggð til að þola jarðskjálfta. Hlutir geta þó hrunið úr hillum og húsgögn færst til. Þess vegna er nauðsynlegt að kunna rétt viðbrögð við jarðskjálfta. Hvað ertu að teikna Mínerva? Næstum því Fróðný! Þetta er jarðskjálftaIínurit sem sýnir stærð jarðskjálfta. Krjúptu úti í horni, í dyragátt eða undir borði. Það fer minna fyrir þér og þú meiðist síður. Hlutir geta hrunið í kringum þig. Skýldu höfðinu með höndunum. Haltu þér, t.d. í borðfót eða dyrakarm, á meðan mestu lætin ganga yfir. Eru þetta jarðskjáIftabyIgjur? Krjúpa! Skýla! Halda!
Jöklar Stór hluti af ferskvatnsforða Jarðarinnar er frosinn í jöklum. Langstærsta jökulbreiðan er á Suðurskautslandinu en næst á eftir kemur Grænlandsjökull. Norðurskautið er líka þakið ís en það er hafís sem er frosinn sjór og því ekki ferskvatn. Um 11% af flatarmáli Íslands er þakið jökli. Þar af hylur Vatnajökull um 8% landsins. Hann er líka stærsti jökull Evrópu. Ef ísmagninu í íslensku jöklunum væri dreift jafnt yfir landið yrði íslagið 35 m þykkt. Jöklar eru samt ekki alltaf jafn stórir. Þeir vaxa á veturna en minnka á sumrin. Jöklar þurfa kalt loftslag og snjókomu til að viðhalda sér. Miðja Íslands liggur hátt yfir sjávarmáli. Það er meiri úrkoma sunnanlands en fyrir norðan. Þess vegna eru flestir jöklar á hálendinu og á suðurhluta landsins. Ertu að fara á skíði Artie? Ha? Nei, ég var bara að ímynda mér hvernig Reykjavík Iiti út undir 35 m af snjó og gIeymdi mér aðeins… 12
13 1. Hver er munurinn á hafís og jökulís? 2. Af hverju myndast stundum lón við jökulsporð? 3. Hvers vegna drekkur fólk ekki vatn úr jökulám? ? NÝ ORÐ • jökulsporður • jökulgarður • gruggugt Þegar jökull þykknar mikið, skríður hann fram undan eigin þunga. Skriðjöklar ryðja lausum jarðvegi á undan sér. Við jökulsporða má oft sjá háa jökulgarða. Sums staðar myndast lón þar sem skriðjökull endar. Þar fljóta oft stór klakastykki sem hafa brotnað úr jöklinum. Stærstu ár landsins eiga upptök sín í jöklum. Þær kallast jökulár og eru kraftmiklar og gruggugar. Eitt sinn ruddi jökullinn jarðveginum upp í háan jökulgarð. Svo hopaði hann og skildi lónið eftir. Á svæðum þar sem jökulhlaup verða geta jökulár vaxið hratt og breitt úr sér. Þar þarf að byggja háar og traustar brýr þó ekkert vatn sé undir
14 Veðrun og rof NÝ ORÐ • mola • sverfa • rjúfa Jörðin okkar er síbreytileg. Meginlandsflekar færast til, nýtt berg verður til í eldgosum og jarðskjálftar hrista jarðskorpuna. En fleiri öfl eru að verki. Vatnið mótar landslagið í sinni eilífu hringrás. Smám saman grafast djúp gil og með vatninu berast efni langar leiðir. Sjórinn lemur ströndina og molar bergið. Vatn safnast í bergsprungur, frýs þar og bergið springur. Vindurinn ber með sér létt jarðvegsefni og sverfur landið í ýmsar myndir. Skriðjöklar rjúfa landið á leið sinni og mynda firði og dali. Jurtir og smádýr bora sig inn í grjót og mola það smám saman. Aukin loftmengun getur valdið súru regni. Það flýtir fyrir veðrun. Fíllinn í Vestmannaeyjum er klettur úr stuðlabergi. Sjórinn hefur rofið neðsta hluta klettsins.
15 Verkefni og umræður Trausti og Líf eru að skoða flekahreyfingar. Þau fengu ónýtar bækur frá skólasafninu. Svo röðuðu þau bókunum og prófuðu að hreyfa þær. Þau ýttu þeim saman, sundur og meðfram hvorri annarri. Þeim fannst gaman að sjá hvernig einn fleki hafði áhrif á aðra í kringum sig. Prófið sjálf en passið að nota bara ónýtar bækur. Birki þykir vænt um plánetuna Jörð og vill læra allt um hana. Honum finnst líka gaman að endurvinna. Hann er að mála gamalt púsluspil og breyta því í listaverk. Fyrst gerði hann útlínur allra landanna á þykkan pappír og nú er hann að líma púslbitana inn. Hjálpist að og gerið svona listaverk fyrir skólann ykkar. Sofia hefur mikinn áhuga á því hvernig vindur og vatn breyta landslaginu. Hún náði sér í rakan sand í sandkassann á skólalóðinni og mótaði fjall úr honum. Svo prófaði hún að láta vatn renna niður fjallshlíðarnar. Hún blés líka á fjallið með röri. Fjallið hennar breyttist heilmikið. Prófið líka! En þið vitið … bara úti! ?!
16 Í þessum kafla ætlum við að: ● kynnast rafmagni ● læra hvernig seglar virka ● skoða hvernig rafmagn er notað í umhverfi okkar RAFMAGN OG SEGLAR
17 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● flokka hluti eftir segulmagni þeirra ● nota stöðurafmagn til að beygja vatn
18 Rafmagn Allt efni í heiminum er gert úr örlitlum eindum sem við köllum frumeindir. Allar frumeindir hafa kjarna með róteindum og nifteindum. Í kringum hann svífa litlar og léttar rafeindir. Rafeindirnar eru neikvætt hlaðnar og laðast að jákvætt hlöðnum róteindum í kjarna frumeindarinnar. Rafeindir færa sig oft á milli frumeinda. Þá verður til orka sem kallast rafmagn. Rafmagn er alls staðar þó að við sjáum það oftast ekki. Rafmagn sést þó í þrumuveðri. Elding er ekkert annað en hellingur af rafeindum á fullri ferð um loftið. Nifteindir eru óhlaðnar. Þess vegna er hvorki plús- né mínustákn á þeim. rafeind róteind nifteind kjarni Frumeind Þegar eldingu slær niður losnar um mikla orku. Vissir þú? Frumeind er þýðing á enska orðinu atom og var fyrst kynnt í byrjun 19. aldar
19 NÝ ORÐ • orka • rafspenna • leiða 1. Eru manneskjur búnar til úr frumeindum? 2. Hvenær er hægt að sjá stöðurafmagn? 3. Hvers myndir þú helst sakna ef það væri ekkert rafmagn? Það er langt síðan mannkynið uppgötvaði að rafmagn væri til. Forn-Grikkir vissu að hægt var að byggja upp rafspennu með því að nudda saman skinni og steini sem kallast raf. Þessi rafspenna nefnist stöðurafmagn. Í meira en 400 ár hefur vísindafólk rannsakað hvernig rafmagnið virkar. Smám saman hefur þekkingin aukist og í dag getum við búið til rafmagn, geymt það og leitt það á ákveðna staði. Uppgötvun og nýting rafmagnsins hefur breytt lífsgæðum fólks til hins betra og við gætum varla ímyndað okkur lífið án þess. Raftæki eru allt í kringum okkur og við notum þau á hverjum degi. Magnaður kraftur í þessu rafi. Skyldum við geta nýtt þennan magnaða kraft í eitthvað sniðugt ...? Hvað með að kalla þennan magnaða kraft bara raf-magn? ?
Seglar Rafeindirnar, sem svífa í kringum kjarna frumeindarinnar, búa til örlítið segulsvið inni í frumeindinni. Oftast snúa segulsvið frumeindanna í allar áttir. Ástæðan fyrir því að sumir hlutir hafa sterkt segulsvið er sú að flestar frumeindir þeirra hafa segulsvið sem snúa eins. Þá leggst segulmagn þeirra saman og verður að einum, stórum segli. Segulmagn er kraftur sem togar til sín segulvirka málma eins og járn og nikkel. Segulmagn getur líka togað til sín aðra segla eða ýtt þeim frá sér. Allir seglar hafa tvo ólíka enda eða segulskaut. Þau kallast norðurskaut og suðurskaut. Segulsvið frumeinda snúa í allar áttir. Segulsvið frumeinda snúa allar í sömu átt. Ósegulmagnað efni Segulmagnað efni Norðurskaut seguls laðar að sér suðurskaut annars seguls. Og öfugt. Eins skaut forðast hvort annað. Bara smá meiri kraft, við hljótum að geta þetta! Þið verðið aldrei sterkari en þessi segull! Látið bara norður- og suðurskaut saman, það smellpassar! Ýttu fastar, þetta hlýtur að koma ... 20
21 NÝ ORÐ • segulsvið • segulmagn • segulskaut 1. Hvað gerist ef þú ýtir saman norðurskauti tveggja segla? 2. Hvenær notar þú segla í daglegu lífi? 3. Af hverju eru málmar flokkaðir frá öðru rusli? Sumir rafseglar eru svo öflugir að þeir geta dregið að sér stór og þung málmstykki. Það er hægt að nota segla til að búa til nýja segla. Það er líka hægt að nota rafstraum til að búa til segla. Þeir kallast rafseglar og virka bara þegar þeir eru í sambandi við rafstraum. Seglar finnast í náttúrunni og stundum er sagt að Jörðin okkar virki eins og stór segull vegna þess að hún hefur risastórt segulsvið í kring um sig. Rétt við norðurpólinn er staður sem kallast segulnorður. Segulnorður er ekki alltaf á sama stað. Allir seglar á Jörðinni fylgja segulsviði hennar og snúa þvínorðurskauti sínu í segulnorður. Þess vegna eru seglar í áttavitum. Myndirnar sýna segulsvið Jarðarinnar og segulnorður. ?
22 Raforka Raforkuver fanga orku úr náttúrunni, eins og vatnsorku, vindorku eða jarðvarma, og breyta henni í raforku. Þessi raforkuver nota rafala til að framleiða raforku. Inni í rafalnum eru vírar sem snúast inni í segulsviði. Þá flæða rafeindir hratt eftir vírunum. Þegar margar rafeindir flæða saman í sömu átt verður til öflugur rafstraumur sem ber með sér raforku. Raforkan ferðast eftir raflínum. Línurnar flytja hana frá raforku- verum til heimila og vinnustaða Þegar við viljum nota raftæki þurfum við að stinga því í sam- band við rafstrauminn í gegnum innstungu. Hann ber raforku inn í tækið og þá virkar það. Orkugjafinn snýr hverfli sem kemur rafalinum af stað. á á á stífla stífla hverfill inntak rafmagnslínur rafall
23 NÝ ORÐ • vatnsorka • rafall • einangrandi 1. Hvaða náttúruvænu orkugjafa þekkir þú? 2. Hvers vegna má ekki snerta vír í rafrás? 3. Nefndu dæmi um efni sem leiða rafstraum illa. Rafrásir ? Víða má finna rafrásir, t.d. inni í raftækjum. Til þess að rafstraumur nái að flæða í gegnum rafrás þarf hún að vera lokaður hringur. Þegar rafstraumur flæðir eftir vír, hitnar vírinn. Einföld rafrás virkar þannig að hún þarf eitthvað sem gefur henni orku, t.d. rafhlaða. Hægt er að tengja vír við mínus og plús enda rafhlöðunnar og tengja báða vírana við ljósaperu. Þá er hringnum lokað og ljósaperan skín. Passaðu þig! Ekki halda um vírinn, þá færðu kannski straum! Það kemur ekki rafstraumur fyrr en hringrásin er tengd alla leið. Rafstraumurinn getur líka flætt í burtu ef annað efni, sem leiðir rafeindir vel, snertir vírinn. Þess vegna er vírinn húðaður með plasti eða öðru einangrandi efni og kemur í veg fyrir að við fáum straum.
24 Rafmagn allt í kring Við sjáum bæði rafmagn og raftæki víða í kringum okkur. Á götunum eru ljósastaurar, umferðarljós og upplýst auglýsingaskilti innan um rafmagnsbíla og hleðslustöðvar. Á heimilum eru raftæki sem við notum til að þvo leirtauið og þvottinn okkar og sjá jafnvel um að bursta tennurnar í okkur! Raftækin eru notuð til að slétta fötin, þurrka hárið, spila tónlist, sýna kvikmyndir og svona mætti lengi telja. Í raun er nútímafólk svo háð rafmagni að það gæti varla lifað án þess. 1880 1925 1990 2000 2026 Líkt og með alla tækni þá hafa raftæki þróast mjög hratt síðustu áratugina. Þekkir þú þessar græjur? Raftækjum fylgja koma alls konar frábær orð eins og snúra, örbylgja, hleðslutæki, straumbreytir, innstunga, kló, loftnet, fjöltengi, pera, fjarstýring og… og… En veistu hvaða orð mömmu minni finnst ekkert sérlega frábært? Það er orðið rafmagnsreikningur!
25 1. Þekkir þú einhvern sem notar ekki síma? 2. Hvaða raftæki þarf að hlaða á þínu heimili? 3. Hvað hefur þú notað margar tegundir af ósýnilegum rafsegulbylgjum í dag? NÝ ORÐ • hleðslustöð • bylgjulengd • innrautt ljós Getur rafmagn verið ósýnilegt? ? Allt í kringum okkur eru ósýnilegar orkubylgjur sem kallast rafsegulbylgjur. Flestar berast til okkar með geislum sólar. Aðrar koma lengra að, utan úr geimnum. gammageislar röntgengeislar útvarpsbylgjur örbylgjur innrautt ljós sýnilegt ljós Lengd geislanna í nanómetrum útfjólubláir geislar Röntgengeislar geta smogið í gegnum mannslíkamann og kallað fram mynd. Þegar loftnet breytir rafmagni í útvarpsbylgjur er hægt að hlusta á spennandi þætti í símanum. Með örbylgjum er hægt að poppa og elda mat í örbylgjuofnum. Bylgjur eru mældar í nanómetrum Þráðlausar fjar- stýringar stýra raftækjum með innrauðu ljósi. Sumar rafsegulbylgjur eru sýnilegar og við sjáum þær sem mismunandi liti. Hver litur hefur sína bylgjulengd.
26 Græn orka NÝ ORÐ • raforku- framleiðsla • endurnýjanlegt • orkugjafi Víða um heim er rafmagn búið til með því að brenna jarðefnaeldsneyti á borð við kol og jarðgas. Kjarnorka er líka notuð til raforkuframleiðslu. Á Íslandi er rafmagn framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, aðallega vatnsorku og jarðvarma. Þeir geta samt haft skaðleg áhrif á náttúruna. Úrgangur frá kjarnorkuverum er geislavirkur. Það þarf að vanda vel til verka við geymslu hans og endurvinnslu svo að hann skaði ekki umhverfið. Þegar rafmagn er framleitt með vatnsafli þarf stundum að sökkva stórum svæðum undir virkjunarlón.
27 Verkefni og umræður Fróðný elskar að prófa hvað virkar og hvað virkar ekki. Hún á flottan segul og ætlar að skoða hvaða hlutir laðast að seglinum og hvaða hlutir gera það ekki. Svo skráir hún niðurstöðurnar. Síðan ætlar Fróðný að kanna hvað hlutirnir í hvorum dálki eiga sameiginlegt. Prófaðu líka! Birkir sagði Birnu að ef hún myndaði stöðurafmagn, með því að nudda blöðru við hárið á sér, gæti hún notað blöðruna til að beygja vatn! Birna er búin að nudda blöðruna vel og skrúfa frá kranavatninu. Skyldi þetta takast? Kannaðu málið. Thor hefur fengið Artie til að mála þessa fínu ljósaperu. Hann ætlar að skrifa orð sem byrja á raf- á gula renninga, festa þá eins og geisla í kringum peruna og fá hana þannig til að skína. Hjálpaðu Thor að finna eins mörg orð og þú getur.
ALLS KYNS ÞROSKI Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um kynhlutverk og óskráðar reglur ● skoða líkamsbreytingar sem tengjast kynþroskanum ● fræðast um kynvitund og kynhneigð 28
Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● skoða dótið okkar með kynjagleraugum ● teikna sjálfsmynd af framtíðar-okkur 29
30 Kynhlutverk Við höfum mörg hlutverk í lífinu. Við erum börn foreldra okkar og barnabörn ömmu og afa. Við erum kannski yngra eða eldra systkini og vinur eða vinkona. Eftir því sem við eldumst og þroskumst breytast hlutverkin. Við getum til dæmis orðið foreldrar, stjúpforeldrar eða makar. Í samfélaginu eru margar óskráðar reglur um kynin. Það þýðir að fólk býst t.d. við því að manneskja af ákveðnu kyni hagi sér á ákveðinn hátt, klæðist ákveðnum fötum og hafi ákveðin áhugamál, þetta eru kynhlutverk. Ég á mest stelpuleikföng eins dúkkur, prinsessudót o g bleikt bollastell. Ég á mest strákaleikföng eins og bíla, verkfæri og ofurhetjukalla. Ha, eru til stelpuleikföng og strákaleikföng? Ég elska bara allt dót í öllum litum!
31 1. Nefndu þrjú hlutverk sem þú hefur í lífinu. 2. Mega stelpur og strákar hafa sömu áhugamál? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? 3. Hver ákveður hvernig leikföng stelpur og strákar eiga? NÝ ORÐ • maki • óskráð • kynjakerfi ? Gamlar hefðir hafa áhrif á kynhlutverkin. Þau eru hluti af kynjakerfinu sem er allt í kringum okkur. Kynhlutverk tengjast oft staðalímyndum. Dæmi um gamlar staðalímyndir eru að konur eigi að vera sætar, ljúfar og duglegar að þrífa. Eða að karlar eigi að vera stórir, sterkir og góðir að gera við bíla. Það er líka staðalímynd að strákar séu fjörugir og stundum dálítið óþekkir en stelpur þægar og vandvirkar. Eru svona staðalímyndir sanngjarnar? Eru þær réttar? Sammála! Ég ætla að giftast manneskju sem ég elska þegar ég verð stór, sama af hvaða kyni hún er. Við skulum bara vera við sjálf og breyta þessu kynjakerfi í … í … í gordjöss gæðakerfi! Þetta kynjakerfi er skrítið, ég er ekki viss um að það henti mér! Ég vil ekki láta segja mér hvað ég á að gera í framtíðinni!
32 Kynþroski Fyrir kynþroskaaldur er lítill munur á líkama stelpna, stráka og stálpa. Eiginlega er allt eins nema kynfærin. Kynþroskinn hefst þegar líkaminn er að breytast úr því að vera barn í að verða fullorðinn. Það er mjög misjafnt hvenær kynþroskinn hefst. Hann getur byrjað um átta ára aldur hjá sumum börnum en ekki fyrr en um 15 ára aldur hjá öðrum. Algengt er að kynþroskinn byrji þegar barn er 11–13 ára og standi yfir í 1–5 ár. Stelpur byrja yfirleitt fyrr en strákar. Er þetta minn líkami?
33 1. Hvernig vitum við af hvaða kyni við erum? 2. Hvenær hefst kynþroskinn? 3. Hvaða breytingar verða á líkamanum þegar við verðum kynþroska? ? NÝ ORÐ • stálp • kynhormón • erfðir Kynþroskinn hefst þegar líkaminn byrjar að framleiða kynhormón. Þau valda margvíslegum breytingum, bæði líkamlegum og andlegum. Það fer að vaxa hár við kynfærin, undir höndum, á handleggjum og fótleggjum. Flestir strákar fá líka hár á bringuna og í andlitið. Svitakirtlarnir verða virkari þegar kynþroskinn hefst. Húðin framleiðir meiri fitu. Við þurfum að passa að þvo húðina og hárið reglulega. Sum börn byrja að nota svitalyktareyði til að koma í veg fyrir óþægilega lykt. Líkaminn tekur vaxtarkipp, við hækkum og þyngjumst. Erfðir, næring og fleiri þættir hafa áhrif á endanlega hæð okkar og vaxtarlag. Við getum fundið fyrir tilfinninga- sveiflum. Oft er stutt á milli gleði og leiða. Við erum ekki bara að þroskast líkamlega heldur einnig andlega. Margir unglingar fá bólur. Það er eðlilegt. Þegar okkur líður illa er gott að tala við einhvern sem við treystum.”
34 Breytingar á líkamanum Á kynþroskaskeiðinu verða miklar breytingar á líkamanum. Það getur kallað fram alls konar tilfinningar. Öll börn hafa brjóst, geirvörtur, vörtubauga og mjólkurkirtla. Brjóst kvenna safna fituvef og stækka. Mjólkurkirtlarnir framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Geirvörturnar og vörtubaugarnir stækka líka og brjóstin verða aum. Karlar framleiða mjög lítið af kvenhormónum og þess vegna stækka brjóst þeirra ekki. Karlhormón hafa áhrif á barkakýli sem er inni í hálsinum, það stækkar og raddböndin lengjast. Hjá flestum strákum dýpkar röddin og þeir fara í mútur. mjólkurkirtlar vörtubaugur geirvarta Skólahjúkrunarfræðingur fræðir nemendur meðal annars um kynþroska og mikilvægi heilbrigðra lífshátta.
35 Hár vex á svæðinu í kringum typpi og pung og typpið stækkar. Pungurinn dökknar og skinnið verður krumpað. Hann ver eistun og heldur réttum hita á sáðfrumunum. Pungurinn er viðkvæmt svæði. Blöðruhálskirtill framleiðir næringarefni fyrir sáðfrumur og sáðblaðran framleiðir vökva sem hjálpar sáðfrumunum að synda. Hár fara að vaxa á píku en innri kynfæri, leg, leggöng, eggjastokkar og eggjaleiðarar undirbúa sig fyrir barneignir. Kynfærin skiptast í ytri sjáanleg kynfæri og innri kynfæri sem eru í kviðarholinu. Eggjastokkar framleiða egg. Yfirleitt einu sinni í mánuði færist egg með eggjaleiðurum niður í legið og festast í slímhúð. Það bíður þess að frjóvgast. Ef það gerist ekki hefjast blæðingar og líkaminn losar sig við eggið. NÝ ORÐ • mútur • slímhúð • frjóvga 1. Hvert er hlutverk mjólkurkirtla? 2. Hvað gerist við blæðingar? 3. Hvað kallast ytri kynfærin? ? eggjastokkar leg legháls leggöng sáðrás eista eistalyppa blöðruháls- kirtill sáðblaðra þvagblaðra þvagrás eggjaleiðarar
36 Kynvitund Kynvitund segir til um af hvaða kyni við upplifum okkur. Yfirleitt passar kynvitund okkar við kynið sem okkur var úthlutað við fæðingu. Stelpur sem upplifa sig sem stelpur og strákar sem upplifa sig sem stráka eru sís. Stundum upplifa börn að þau séu annað hvort stelpa í líkama stráks eða strákur í líkama stelpu. Þau eru trans. Stundum upplifa börn að þau séu bæði strákur og stelpa. Eða hvorki strákur né stelpa. Þessi upplifun getur farið fram og til baka. Þau eru kynsegin. Kynsegin börn eru stálp og kynsegin fullorðnir eru kvár. Oft vill kynsegin fólk nota önnur orð um sig sjálft heldur en hann eða hún, til dæmis orðið hán. Sum ungmenni, sem eru trans eða kynsegin, taka inn lyf sem stöðva kynþroskann tímabundið. Það er alltaf gert í samráði við lækni. Sumt fullorðið fólk, sem er trans, fer í aðgerð til að breyta líkama sínum. Það kallast kynstaðfesting. Sumar trans manneskjur vilja það ekki.
37 1. Hvað er að vera trans? 2. Hvað er að vera sís? 3. Hvaða máli skiptir það fyrir okkur að fá að vera eins og við erum? NÝ ORÐ • upplifa • samráð • aðgerð ? Ég er ekki viss um að ég sé strákur, svona innst inni. Ha? Hvað meinarðu? Ég hef oft óskað þess að hafa fæðst stelpa. Mér finnst það passa betur við mig en ég er samt ekki alltaf viss. Stundum finnst mér ég verða að þykjast vera strákur af því að allir í kringum mig búast við því. Það hlýtur að vera skrýtin tilfinning. Ég ímynda mér oft hvernig það væri að vera stelpa. Ég held að mér liði betur ef ég fengi að prófa það. Ég hef átt leynilegt stelpu- nafn frá því að ég var barn. Jæja Þóra mín! Ég þori eiginlega ekki að tala um þetta við neinn! Okkur þykir vænt um þig, hvernig sem þú upplifir þig. Við viljum bara að þér líði vel!
38 Kynhneigð Þegar við eldumst finnum við flest fyrir nýjum tilfinningum gagnvart öðru fólki. Við verðum skotin í annarri manneskju og jafnvel ástfangin. Kynhneigð segir til um hverjum þú hrífst af. Algengasta kynhneigðin er gagnkynhneigð en það er þegar stelpur hrífast af strákum og strákar af stelpum. Þessar ólíku tilfinningar eru fullkomlega eðlilegar. Ást getur verið allskonar. Aðrar kynhneigðir kallast t.d. samkynhneigð og tvíkynhneigð. Samkynhneigðir strákar kallast hommar og samkynhneigðar stelpur kallast lesbíur. Tvíkynhneigð geta hrifist af stelpum, strákum eða stálpum. Eikynhneigð er þegar... ... fólk laðast ekki að öðrum. Pankynhneigð er þegar ... ... fólk getur hrifist af hverjum sem er!
39 NÝ ORÐ • samkyn- hneigð • samband • sanngirni 1. Hvernig getur ástfangið fólk sýnt hvoru öðru a) virðingu? b) sanngirni? 2. Hvernig getum við hjálpað öðru fólki að treysta okkur? 3. Hvers vegna skiptir það máli að við fáum að elska það fólk sem við viljum? Þegar við verðum unglingar og loks fullorðin langar mörgum okkar til að vera í sambandi með manneskju sem við elskum. Fólk sem er í sambandi þarf að passa að báðum aðilum líði vel. Það þarf að sýna virðingu og traust, umhyggju og sanngirni. Sum sambönd endast alla ævi. Stundum ákveður fólk að það vilji ekki lengur vera saman. Þá hættir það saman eða skilur. Það er notaleg tilfinning að upplifa hrifningu og ást. Skilnaður getur hins vegar vakið upp erfiðar tilfinningar. Góð samskipti láta okkur öllum líða vel, sama af hvaða kyni við erum og hver sem kynhneigð okkar er. Komum því fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. ?
40 Félagslegur þrýstingur Samfélagið er sífellt að segja okkur hvernig við eigum að vera, hvað við eigum að gera og kaupa. Þetta kallast félagslegur þrýstingur. Þegar við eldumst eykst þrýstingurinn enn frekar. Krakkar og unglingar fá stanslausar auglýsingar í gegnum snjallsíma frá samfélagsmiðlum og skilaboð frá áhrifavöldum. Mörgum börnum finnst þau þurfa að eiga sömu hluti og vinirnir, hlusta á sömu tónlistina og hafa svipaðar skoðanir. Önnur hugsa mikið um það hvernig manneskjur þau eru, uppgötva sjálfstæði sitt og prófa sig áfram með ný áhugamál. NÝ ORÐ • þrýstingur • samfélagsmiðill • áhrifavaldur Það er flott að standa með skoðunum sínum Það er sterkt að þora að segja nei. Það er töff að taka sjálfstæðar ákvarðanir Það er gott að hafa val
41 Verkefni og umræður Birna og Birkir ákváðu að skoða dótið heima með gagnrýnum augum. Hvort um sig flokkaði dótið sitt í það sem þeim fannst vera stelpudót, strákadót og dót fyrir öll kyn. Svo veltu þau fyrir sér hvort strákar gætu leikið sér með stelpudótið og öfugt. Skoðaðu dótið þitt. Kannski kemstu að einhverju áhugaverðu! Saga og Sofia eru að skoða veggspjald af tíðahringnum. Þær eru mjög áhugasamar um kynþroskaskeiðið og ætla að undirbúa sig vel. Þær hafa líka safnað alls konar tíðarvörum saman og eru að læra um þær. Hvað eru tíðarvörur? Kannaðu málið. Artie er að ímynda sér hvernig hann og vinir hans í Grúskfélaginu munu líta út þegar þau eru orðin eldri og búin að taka út kynþroskann. Hann hefur teiknað sig með skegg, breiðari kjálka, stærra barkakýli, breiðari axlir og nokkrar bólur. Hvernig sérð þú þig fyrir þér eftir nokkur ár? Teiknaðu framtíðarmynd af þér. BLÆÐINGAR EGGBÚSFASI EGGLOS GULBÚSFASI Tíðahringurinn
42 UNDIR YFIRBORÐINU Í þessum kafla ætlum við að: ● kynnast fiskum og spendýrum hafsins ● fræðast um lífið í fjörunni ● skoða mismunandi skeljar og kuðunga
43 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til hreisturmynstur ● vinna með neðanjarðarsneiðmyndir
44 Fiskar í hafinu Fiskar eru forn dýrategund sem varð til löngu á undan risaeðlunum. Fiskar eiga búsvæði um allt hafið, bæði í heitum sjó og köldum, á grunnsævi og í hafdjúpinu. Þeir eru líka í mörgum ám og stöðuvötnum. Fiskar eru hryggdýr með kalt blóð og anda í gegnum tálkn. Húð þeirra kallast roð. Flestir fiskar hafa hreisturplötur á roðinu. Flestar fisktegundir eru breiðastar í miðjunni en mjókka þegar nær dregur sporði og haus. Þessir fiskar synda með því að hreyfa líkamann til hliðanna. Þeir nota uggana til að synda af stað, nema staðar og halda jafnvægi. kviðuggi sporður raufaruggi hjarta tálkn lifur sundmagi bakuggar haus kvarnir langa loðna steinbítur ufsi ýsa
45 1. Hvernig anda fiskar? 2. Til hvers nota fiskar sporðinn? 3. Hvaða fiskur getur svifið upp úr sjónum? NÝ ORÐ • grunnsævi • hryggdýr • hreisturplata ? Útlit fiska getur samt verið mjög ólíkt á milli tegunda. Það er vegna þess að þeir hafa þróast á ólíkan hátt til að bregðast við mismunandi aðstæðum í umhverfi sínu. Skarkoli er flatur og hefur bæði augun á sömu hliðinni. Hann grefur sig í sand á sjávarbotni til að fela sig fyrir rándýrum eða bíða eftir bráð. Fiðrildafiskur hefur svarta bletti við sporðinn svo að rándýr haldi að höfuðið sé þar. Svo syndir hann í burtu í óvænta átt. Flugfiskur getur lyft sér upp úr sjónum og svifið um í loftinu. Þannig forðast hann hættur í hafinu. Sleggjuháfur hefur augu á sitt hvorum enda höfuðsins. Þess vegna hefur hann góða yfirsýn yfir umhverfi sitt. Sæhestar eru með langa snoppu sem auðveldar þeim að ná sér í fæðu. Sporður sæhesta líkist hala og þeir nota hann til að halda sér föstum við sjávargróður. Lúsífer býr í myrku hafdjúpinu. Hann er með veiðistöng. Á enda hennar er ljós sem l aðar aðra fiska að.
46 Sjávargróður og sædýr Hvalir eru stærstu spendýr Jarðar. Þeir skiptast í tannhvali og skíðishvali. Karldýrið kallast tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur. Tannhvalir finnast í öllum heimshöfunum og mörgum stórfljótum við miðbaug. Þeir lifa á fiski, smokkfiski og kolkröbbum. Sumir háhyrningar lifa á mörgæsum, hreifadýrum og öðrum hvalategundum. Stærsti tannhvalurinn heitir búrhvalur. Steypireyður er stærstur skíðishvala og jafnframt stærsta dýr sem hefur lifað á Jörðinni! Skíðishvalir hafa ekki tennur heldur sía dýrasvif, krabbadýr og smáfisk með aflöngum brjóskplötum í skoltinum. Þær kallast skíði. Hvalir geta farið í langar köfunarferðir og á höfði þeirra er blástursop sem flytur lungunum súrefni þegar þeir koma upp á yfirborðið. höfrungar Vatnahöfrungar hafa allt að 200 tennur! Náhvalir hafa eina tönn – á höfðinu! steypireyður búrhvalur Tannhvalir eru með eitt öndunarop en skíðishvalir hafa tvö.
47 1. Hvað kallast afkvæmi a) hvala? b) hreifadýra? 2. Hverjar eru hinar þrjár ættir hreifadýra? 3. Hvaða selategundir lifa við Ísland? NÝ ORÐ • spendýr • miðbaugur • hreifadýr ? Útselur og landselur eru af ætt sela og algengir við Ísland. Útselurinn er stærri en landselurinn. Báðar tegundir veiða í kafi og lifa á smáfiski. Eyrnaselir flokkast í loðseli og sæljón. Þeir eru stundum kallaðir sæbirnir og búsvæði þeirra eru fjarri Íslandi. Rostungar, eyrnaselir og selir eru þrjár ættir hreifadýra. Karldýrið kallast brimill, kvendýrið urta og afkvæmið kópur. Rostungar hafa stórar skögultennur. Þeir nota þær til að róta upp hafsbotninum í leit að æti, hífa sig upp á ísjaka og verja sig. Rostungar sjást stundum við Ísland. Selaættirnar eru tvær og þekkjast á eyrunum. Selir hafa engin sjáanleg eyru, þeir eru klunnalegir á landi en mjög fimir að synda. Eyru eyrnasela sjást vel. Þeir eru fimir í hreyfingum á landi, en þyngri á sér í sjó. Selum finnst gott að koma sér fyrir á steinum, hvíla sig og melta fæðuna.
Sjávargróður kallast þörungar og er undirstaða lífsins á Jörðinni. Þörungar búa til súrefni sem öll dýr, líka sjávardýr, þurfa. Þeir eru líka fæða fyrir sjávardýrin. Þörungar veita mikilvægt skjól, búsvæði og felustaði. Botnþörungar festa sig við sjávar- botninn og vaxa alla ævi á sama stað. Þari festir sig við sjávarbotninn með þöngulhausnum. Svifþörungar, eða plöntusvif, eru örsmáir, oftast bara ein fruma. Þeir svífa um ofarlega í sjónum því þar nær sólarljósið til þeirra. Þá geta þeir ljóstillífað. Um hafið svífa líka örsmá dýr sem mynda dýrasvifið. Þar má finna einfrumunga, egg og lirfur, liðorma og lítil krabbadýr. Sjávargróður og sædýr Sumar þarategundir lyfta blöðum sínum upp með loftfylltum bólum. Þá fá blöðin meira sólarljós. Í hafinu svífa örsmáar lífverur. þöngulhaus klapparþang hrossaþari þöngull þarablöðkur 48
49 NÝ ORÐ • þöngulhaus • ljóstillífun • einfrumungur ? Sjórinn geymir mörg stærri dýr sem eru hvorki fiskar né spendýr. Þessi sjávardýr eru aðeins lítið brot af þeim tegundum sem búa í sjónum. Yfir 70% af yfirborði Jarðar er undir sjávarmáli. Vistkerfi hafsins er gríðarlega fjölbreytt og mikilvægt fyrir alla jarðarbúa. Krabbar eru liðdýr. Þeir hafa tíu fætur og eru alætur. Samlokur eru lindýr sem loka sig inni á milli tveggja skelja. Sæskjaldbökur eru skriðdýr. Þær lifa í sjó en verpa eggjum á landi. Kórallar eru holdýr sem búa mörg saman og byggja upp kóralrif. Kolkrabbar eru lindýr. Þeir hafa átta arma með sogskálum. Krossfiskar eru skrápdýr. Þeir liggja á sjávarbotninum. 1. Hvað gera þörungar? 2. Hvernig dýr eru kórallar? 3. Hvað þekur hafið stóran hluta Jarðarinnar?
Fjara stækkar og minnkar með sjávarföllum. Við köllum þau flóð og fjöru. Fjörur skiptast í: Lífið í fjörunni 50 fjörulús marfló sandormur sandfjörur klettafjörur leirur hnullungafjörur Sumar fjörur eru skjólsælar en aðrar opnari fyrir hafi. Gulur fjörusandur kemur frá skeljum sem hafa brotnað niður á löngum tíma. Svartar fjörur fá lit sinn frá hrauni sem hefur molnað niður. Þær eru því algengar á eldfjallaeyjunni Íslandi. Smádýr eins og sandormar, marflær og fjörulýs fela sig í sandinum eða undir steinum og þangi þegar fjarar. Þau þola þurrkinn illa og þurfa líka að fela sig fyrir fuglum og öðrum rándýrum. Sjófuglar fljúga yfir fjörunni í leit að fæðu. Strandfuglar stinga löngum gogginum í sandinn í von um æti.
51 1. Af hverju er fjörusandur ýmist gulur eða svartur? 2. Hvaðan koma skeljarnar í fjörunni? 3. Hvort ætli sé meira líf í skjólsælum fjörum eða þar sem mikið brimrót er? NÝ ORÐ • sjávarföll • lindýr • skjólsælt ? Margs konar skeljar finnast í fjörum. Þær eru ysta lag lindýra og vernda þau. Ef skel er tóm er dýrið dáið og hefur rotnað burt. kúfskel rataskel hörpudiskur olnbogaskel hjartaskel öðuskel nákuðungur fjörudoppa hafkóngur
Lífið neðanjarðar – þurrlendi Mest allt þurrlendi Jarðar er hulið þunnu lagi af jarðvegi. Hann samanstendur af möl, sandi, lífrænum leifum, lofti og vatni ásamt ótal mörgum smádýrum og örverum. Neðanjarðar búa margar tegundir af ormum, sniglum, skordýrum, bakteríum og sveppum. Þar eru líka rætur og fræ jurtanna sem vaxa á yfirborðinu. Lífverurnar lifa og róta í jarðveginum. Þær halda honum heilbrigðum. Margt getur haft áhrif á lífið neðanjarðar. Flóð geta skolað jarðvegi í burtu. Í miklum þurrkum getur hann fokið á brott. Síendurtekin ræktun getur gert jarðveginn næringarsnauðan. Mengun hefur líka slæm áhrif á smádýrin og örverurnar. 52 Meiri umhverfissóðarnir! Já, við verðum að tína þetta upp. Ef plastið verður eftir á jörðinni fer það að brotna niður. Það væri hræðilegt fyrir smádýrin!
53 NÝ ORÐ • lífrænar leifar • næringarsnautt • raki Það fer eftir tegund jarðvegsins hvaða lífverur kjósa að búa þar. Flestar lífverur þurfa súrefni og vatn. Ánamaðkar, sem grafa sér leið í gegnum jarðveginn, hleypa súrefni og vatni að fyrir aðrar lífverur. Smádýr þurfa öruggt umhverfi og skjól. Mold heldur betur í raka en sandur. Þar er líka jafnara hitastig og minni hreyfing á jarðveginum. Þess vegna eru miklu fleiri lífverur í mold heldur en í sandi. Án jarðvegs yxu afar fáar plöntur á Jörðinni okkar. Við gætum ekki ræktað matvæli. Dýrin gætu ekki bitið gras. Lífið ofanjarðar ætti erfitt með að þrífast án jarðvegsins. 1. Hvaða lífverur búa í jarðveginum? 2. Hvaða mengun gæti verið hættuleg fyrir lífverur í jarðveginum? 3. Hvað þurfa lífverur sem búa neðanjarðar? ? Það er lítið skjól í svona sandi, hann er pottþétt á allt of mikilli hreyfingu. Já, það er öruggara fyrir pínulitlar lífverur að búa í mold.
Lífið neðanjarðar – votlendi Landsvæði þar sem jarðvegurinn er yfirleitt blautur kallast votlendi. Þessi svæði eru fjölbreytt. Flóar, flæðimýrar og mýrar eru dæmi um votlendissvæði. Stöðuvötn, tjarnir og lækir tilheyra líka votlendi. Votlendi virkar eins og svampur. Í rigningartíð tekur það við miklu magni vatns. Í þurrkatíð veitir það vatni út í nærliggjandi svæði. Votlendi eru frjósöm svæði og þar þrífast margvíslegar lífverur. Jurtirnar hafa aðlagast lífi í vatni. Lirfur ýmissa skordýra þroskast í lygnu vatninu. Þar búa líka svifdýr, skordýr og smádýr. Í flóum og tjörnum eru stærri dýr eins og síli eða fiskar. 54 NÝ ORÐ • flói • flæðimýri • mýri
55 Verkefni og umræður Artie hrífst af reglulegu hreisturmynstri fiskanna. Hann ákvað að búa til gjafapappír. Artie fékk stóra örk af maskínupappír og límdi hana á borðið. Hann teiknaði hreisturmynstur á allan pappírinn með vaxlitum og málaði svo yfir með vatnslitum. Þegar gjafapappírinn var orðinn þurr losaði Artie límbandið. Prófið að hanna ykkar eigin gjafapappír. Sofia og Thor eru að prófa skeljaleik. Reglur: 1. Safna 10 stórum öðuskeljum. 2. Velja upphafsskel og kasta upp á hver byrjar. 3. Fyrsti keppandinn leggur skel andstæðings á stein og reynir að brjóta hana í einu höggi með sinni skel. 4. Gera til skiptis þar til ein skel er heil eftir. 5. Sá keppandi sem á síðustu heilu öðuskelina er Skeljadrottning eða Skeljakóngur. Saga semur ævintýri um neðanjarðardrottningu sem ræður yfir stóru ríki. Þar eru hellar með fjársjóðum. Þar eru líka salir sem drottningin og þjónar hennar búa í. Milli hellanna eru gangar og ár sem hægt er að sækja vatn í. Teiknaðu sneiðmynd af þessu neðanjarðarríki. Hvar er hægt að komast upp á yfirborðið til að sækja mat? Hvernig ratar þjóðin um gangana? Þú mátt gjarnan semja þína eigin sögu.
FJÁRMÁL OG NETÖRYGGI 56 Í þessum kafla ætlum við að: ● kynnast sögu peninganna ● læra muninn á launum og útgjöldum ● fræðast um rafrænar greiðslur og netöryggi
57 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● gera yfirlit yfir útgjöld ● búa til örugg lykilorð úr orðasafni
Peningar 58 Þegar samfélög mynduðust fór fólk að skiptast á vörum. Sjómaður gat sem dæmi skipt á fiski og kjöti frá bónda. Þessi vöruskipti auðvelduðu fólki að sérhæfa sig því þá þurfti hver fjölskylda ekki að framleiða allt sem hún þurfti. Vöruskipti voru lengst af mjög mikilvæg. Fyrstu peningarnir voru mynt úr málmi. Elsta myntin er meira en 4000 ára gömul. Peningar gerðu öll viðskipti mun auðveldari. Ef sjómann vantaði skó þurfti hann ekki lengur að finna skósmið sem vantaði fisk. Hann seldi fiskinn á markaði og keypti síðan skó fyrir peningana. Peningar eru tákn um verðmæti. Á miðöldum var sko eitt kúgildi það sama og sex kindur!! Kindur voru nefnilega svo mikilvægar að við köllum peninga ennþá fé, eins og sauðfé. Já, og meira að segja er orðið peningur mjög gamalt líka og kemur frá orðinu bú-peningur!!
1. Hvað eru vöruskipti? 2. Hvernig voru fyrstu peningarnir? 3. Af hverju þarf fólk tekjur? NÝ ORÐ • tekjur • launafólk • lífeyrir ? Löngu síðar komu peningaseðlar til sögunnar. Auðveldara var að bera þá á sér en þunga poka af mynt. Seðlabanki Íslands lætur slá myntina okkar og prenta peningaseðlana í Englandi. Í dag er samt algengast að fólk noti greiðslukort eða rafrænar greiðslur. Til þess að eignast peninga þurfum við að hafa tekjur. Sumt fólk stofnar fyrirtæki sem leigir eða selur vörur og þjónustu. Þegar fólk ræður sig í vinnu og fær peninga fyrir vinnuframlagið kallast það launafólk og peningurinn laun. Fólk sem getur ekki unnið fær lífeyri frá samfélaginu. Stundum er atvinnuleysi. Þá á fólk sem fær ekki vinnu rétt á atvinnuleysisbótum. Gjaldmiðill Íslendinga heitir króna. Hægt er að nota snjallúr til að borga fyrir vörur og þjónustu. Það kallast snertilausar greiðslur. 59
60 Útgjöld Nauðsynlegt er að hafa tekjur því það kostar að vera til. Við þurfum að borða. Í nútímasamfélagi kaupum við flestan mat þótt við ræktum sumt. Við þurfum líka fjölbreyttan fatnað eftir árstíðum. Við þurfum húsaskjól. Fasteignir eru dýrar og fólk getur sjaldnast staðgreitt þær. Það þarf að taka bankalán eða leigja húsnæðið. Afborganir af húsnæðislánum þarf að greiða mánaðarlega í mörg ár. Húsaleigu þarf einnig að greiða í hverjum mánuði. Við þurfum líka þjónustu. Borga þarf ýmsa reikninga fyrir lífsgæði eins og rafmagn, hitaveitu, sorphirðu, net og sjónvarp.
61 1. Í hvað eyðir þú peningum? 2. Hvað verður um fólk sem hefur ekki húsaskjól? 3. Hvers vegna er nauðsynlegt að hafa tryggingar? NÝ ORÐ • staðgreiða • afborgun • lífsgæði ? Þegar við ferðumst langar leiðir á milli staða þarf að borga fyrir samgöngur. Strætóferðir kosta peninga og rafmagn eða eldsneyti fyrir bílinn kosta peninga. Fullorðið fólk borgar ýmsar tryggingar, t.d. bifreiðatryggingar, brunatryggingar og innbústryggingar. Það getur borgað sig ef eitthvað kemur fyrir. Stundum verða útgjöldin of há og þá þarf fullorðna fólkið að finna leiðir til að spara. Til dæmis að fækka bíóferðum eða panta færri pítsur. Ef hús brennur getur orðið altjón. Þá er gott að vera með eigur sínar brunatryggðar. Ef við veikjumst þarf að borga fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það þarf að borga fyrir íþrótta- og tómstundastarf. Það þarf að borga fyrir að hlaða rafmagnsbíla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=