Halló heimur 3 - verkefnabók

26 ÁSKORUN: Hversu oft getur þú hoppað á trampólíni á einni mínútu? Trampólínprófið Ég elska að hoppa á trampólíni en þú? Þau geta samt verið hættuleg. Notaðu Trampólínprófið til að kanna málið heima eða í skólanum. 58 59 1 Hvar stendur trampólínið? Á grasi* Á mjúku undirlagi* Það er niðurgrafið* Á hörðu undirlagi 2 Hversu mikið autt pláss er í kringum trampólínið? 2,5 metrar (250 cm) eða meira í allar áttir* Minna en 2,5 metrar (250 cm) í allar áttir 3 Er trampólínið tryggilega fest niður? Já* Nei 4 Er öryggisnet í kringum trampólínið? Já* Já, en það er rifið Nei 5 Hylur hlífðardúkur alla gormana? Já* Nei 6 Hámarksfjöldi á trampólíni er einn. Farið þið eftir þessari reglu? Já* Stundum Nei 7 Vitið þið hver hámarksþyngdin fyrir trampólínið er? Já* Nei 8 Farið þið eftir reglum um hámarksþyngd á trampólíninu? Já* Stundum Nei 4 stjörnur eða færri: Því miður, þið félluð á trampólínprófinu. Skoðið niðurstöðurnar vel og bætið úr því sem upp á vantar. Öryggi þeirra sem nota trampólínið er í hættu! 5–7 stjörnur: Þið náðuð trampólínprófinu! Athugið samt að eftir því sem stigin ykkar eru færri, því hættulegra er að hoppa á trampólíninu. Skoðið niðurstöðurnar vel og bætið úr því sem upp á vantar. Öryggi þeirra sem nota trampólínið er ekki nægilega mikið! 8 stjörnur: Vá, til hamingju! Þið eruð algjörir trampólínmeistarar sem ætlið greinilega að tryggja góða skemmtun með hámarksöryggi. Haldið áfram að fylgjast með að allir hopparar fari eftir reglum um notkun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=