Halló heimur 3 - nemendabók

97 Verkefni og umræður Foreldrar Thors eru ekki sömu trúar því pabbi hans er ásatrúar og mamma hans er kristin. Hann veit því að fólki getur samið vel þó að það trúi ekki á það sama. Thor er hrifinn af báðum trúarbrögðum og ákvað að búa til sitt eigið trúartákn sem sameinar þau. Hvernig gæti það litið út? Hjálpaðu honum. Sofia er mjög hrifin af barnadeginum og japönsku vindsokkunum. Mínerva fékk saumvél hjá skólanum svo allur bekkurinn gæti saumað vindsokka úr maskínupappír. Börnin skreyttu þá með myndum af íslenskum fiskum og hengdu svo upp í loftið. Prófið að sauma og skreyta ykkar eigin vindsokka. Artie finnst mjög gaman að skoða öll trúartáknin í kaflanum. Sjálfur er hann búddatrúar. Hann ákvað að túlka trú sína í gegnum fallega mandölu. Svo hvatti hann vini sína til að velja sér trúartákn og aðferð til að túlka það. Vertu með!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=