96 Shinto trú Shinto er þjóðartrú Japana. Hún felur í sér átrúnað á margs konar anda, til dæmis náttúruanda og anda forfeðranna. Fornir guðir eru líka andar. Fólk biður bæði heima hjá sér og í hofi. Hreinleiki er mikilvægur í shinto trú og því þarf að þvo hendur og munn áður en gengið er inn í hofið. Í shinto trú eru margar hátíðir. Haldið er upp á sérstakan barnadag börnum til heiðurs og til að fagna hamingju þeirra. Fjölskyldan hengir upp vindsokka með fiskamyndum og borðar gómsæta hrísgrjónarétti. Börnin fá sælgæti og gjafir. Þekktasta fjallið í Japan kallast Fuji. Það er bæði eldfjall og mikilvægur andi. Andar í shinto trú kallast kami. Við hvert shinto hof er hlið. Það nefnist tori og er tákn trúarinnar. Vindsokkarnir minna á gamla þjóðsögu um fisk sem sem synti upp mikið fljót og breyttist í dreka. NÝ ORÐ • þjóðartrú • vindsokkur • þjóðsaga
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=