Kínversk þjóðtrú Kína er stórt og fjölmennt land. Þar eru ástunduð fjölbreytt trúarbrögð. Í kínverskri þjóðtrú eru forfeðurnir dýrkaðir ásamt guðum og náttúruöndum. Margir Kínverjar trúa á Qi, sem er lífsorkan. Samkvæmt þjóðtrúnni stjórna drekar öllu vatni, allt frá regni til úthafa. Þeir eru bæði máttugir og góðir. Drekar færa fólki heppni. Það er misjafnt eftir landsvæðum hvaða guði fólk kýs að tilbiðja. Víða um Kína eru lítil hof. Þau eru tileinkuð guðum sem íbúar svæðisins trúa á. Stærri hof þjóna stórum hópi fólks. Lífsorkan skiptist í yin og yang, dökkan og ljósan hluta. Kínverskt tákn fyrir velgengni. 94
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=