Halló heimur 3 - nemendabók

92 Búddistar biðja oft fyrir blessun alls heimsins. Búddadómur Sagt er að Búdda hafi fæðst fyrir meira en 2500 árum. Hann var talinn heilagur strax frá fæðingu. Hann varði ævinni í leit að þekkingu. Hann vildi finna leið til að binda endi á þjáningar fólks. Fólk sem fylgir Búdda kallast búddistar. Það lifir samkvæmt reglum hans, reynir að forðast allt illt, gera góða hluti og hreinsa huga sinn. Flestir búddistar hafa altari heima við. Þeir fara líka í musterið til að iðka trú sína. Siddharta Gátama er talinn stofnandi búddadóms. Hann fékk tignarheitið Búdda sem þýðir hinn upplýsti. Lótusblómið táknar meðal annars hreinleika, endurfæðingu, nýtt upphaf og upprisu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=