Halló heimur 3 - nemendabók

91 NÝ ORÐ • alheimssál • endurfæðing • musteri 1. Hvað innihalda Vedaritin? 2. Ef þú myndir endurfæðast sem dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera? 3. Hvað er líkt með Dívalí og jólunum? Flestir hindúar hafa helgiskrín heima hjá sér sem þeir nota við tilbeiðslu. Stundum fara þeir í musteri og biðja þar. Sumar athafnir fara einungis fram í musterinu undir stjórn brahmína. Hindúar halda margar hátíðir en ljósahátíðin Dívalí er ein sú vinsælasta. Þá er sigri ljóssins yfir myrkrinu fagnað. Heimilin eru þrifin hátt og lágt og ljós kveikt. Fjölskyldur hittast, borða kræsingar og skiptast á kortum, gjöfum og sætindum. Ljósahátíðin Dívalí á Indlandi er mjög tilkomumikil. Musteri hindúa eru oft glæsilega skreytt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=