Halló heimur 3 - nemendabók

90 Hindúatrú Hindúar trúa á eina alheimssál sem nefnist Brahman. Þessi sál birtist einnig sem fjöldi guða. Helstu guðirnir nefnast Vishnu, Shiva og Brahma. Hlutverk Brahma er að skapa, Vishnu verndar en Shiva eyðir. Saman mynda þessir þrír guðir jafnvægi í heiminum. Hindúar trúa á endurfæðingu. Ef fólk gerir góða hluti í þessu lífi nýtur það meiri virðingar í því næsta. Mikilvægustu helgirit hindúa eru Vedaritin. Þar er sagt frá helgisiðum, heimspeki og goðsögnum. Hindúar biðja oftast einir eða með fjölskyldu sinni. Þeir færa guðunum fórnir. Tákn hindúatrúar er hljóðið aúm. Það er talið heilagt og innihalda kjarna sannrar visku. Brahma hefur það hlutverk að skapa heiminn og allar heimsins verur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=