Halló heimur 3 - nemendabók

7 NÝ ORÐ • sólstjarna • gígur • möndull 1. Hvaða samheiti eiga a) sólin og b) tunglið? 2. Í hvaða tímaeiningar skiptist sólarhringurinn? 3. Hvað hefur Jörðin mörg tungl? Jörðin snýst um möndul sinn. Hún er 24 klukkustundir að snúast einn hring. Það kallast sólarhringur. Hann skiptist í klukkustundir, mínútur og sekúndur. Dagur og nótt Sólarhringurinn skiptist einnig í dag og nótt. Dagur er á þeim helmingi Jarðar sem snýr að sólinni hverju sinni. Á hinum helmingnum ríkir nóttin og tunglið. Jörðin snýst líka í kringum sólina. Það tekur hana 365 daga, eða eitt ár, að fara heilan hring. Jörðin er 365 daga og sex klukkustundir að fara heilan hring um sólina. 29. febrúar, þegar Thor á afmæli. En hvaða dagur er það? Þess vegna erum við með hlaupársdag á fjögurra ára fresti til að jafna tíma- talið út. Ha, er Thor þá bara 2ja ára gamall?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=