83 Fróðnýju tókst að framkalla eldgos í afmæli hjá frænku sinni. Hún setti mintutöflur ofan í fulla gosflösku og búmm, allt í einu kom kraftmikið gos! Prófaðu að framkalla mintugos en til öryggis er betra að vera úti á skólalóðinni og skorða flöskuna vel. Sofia er að gera sinn eigin áttavita til að læra hvernig áttirnar snúa. Hún hellti vatni í skál. Svo tók hún nál og segul. Hún strauk seglinum 30 sinnum eftir beitta enda nálar- innar, alltaf í sömu átt, en hélt um nálaraugað. Hún þræddi nálina í gegnum pappírsbút og lagði í skálina. Eftir smá stund vísaði nálin norður-suður. Prófaðu líka! Thor er að útbúa bækling fyrir ferðaskrifstofu sem selur ferðir til Íslands. Hann langar að segja frá svo mörgu sem hann lærði í kaflanum. Brjóttu A4 blað í þrennt og hjálpaðu honum að hanna bæklinginn. Hvaða upplýsingum er mikilvægt að koma til skila? Mundu að ljósmyndir eru góð landkynning. Verkefni og umræður
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=