Halló heimur 3 - nemendabók

81 1. Hvaða átt er hægra megin á kortum? 2. Í hvaða landshluta er Dynjandi? 3. Hvaða fjöll þekkir þú? NÝ ORÐ • staðsetning • fjarlægð • höfuðstaður Hver og einn landshluti á sér merka sögu, sínar eigin þjóðsögur, listaverk og náttúruperlur. Deildartunguhver, vatnsmesti hver Evrópu, er á Vesturlandi. Dimmuborgir, með furðulegum hraundröngum, eru á Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum má sjá Reykjanesvita í fögru umhverfi. Hinn tilkomumikli foss, Dynjandi, er á Vestfjörðum. Í Stuðlagili á Austurlandi er að finna óvenjulegar stuðlabergsmyndanir. Heiðmörk er skógi vaxið útivistarsvæði í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Á Norðurlandi vestra er Hvítserkur, tignarlegur klettadrangur. Þingvellir, hinn forni þingstaður Alþingis, eru á Suðurlandi. Herðubreið á hálendinu er stundum kölluð Drottning íslenskra fjalla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=