Halló heimur 3 - nemendabók

79 1. Hvers vegna finnst ferskvatn við ströndina? 2. Hvers vegna þarf fólk að komast á milli staða á Íslandi? 3. Hvað langar þig að gera þegar þú verður stór? NÝ ORÐ • matarkista • undirlendi • löggæsla Á undirlendinu milli hálendisins og strandarinnar eru víða þorp og sveitabæir. Fólk þarf atvinnu og vill búa þar sem vinnu er að fá. Gott samfélag þarf fólk sem vinnur fjölbreytt störf. Samfélagið þarf ýmsa þjónustu eins og verslanir, skóla, heilsugæslu og löggæslu. Góðar samgöngur skipta íbúa landsins miklu máli. Góð fjarskipti, eins og net og sími, eru nauðsynleg í nútímasamfélagi. Kauptúnið Hella er myndarlegur bær sem stendur við Ytri-Rangá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=