Halló heimur 3 - nemendabók

78 Hvar býr fólkið? Í þúsund ár voru skipaferðir eina tenging Íslands við önnur lönd. Sjórinn var líka mikil matarkista fyrir fólkið í landinu. Öll þurfum við vatn, það finnst víða við ströndina því vatnið rennur frá fjöllunum til sjávar. Enn búa flestir Íslendingar við strandlengjuna í borg, bæjum eða þorpum. Kaupstaðnum Seyðisfirði var valið hentugt og fagurt bæjarstæði við sjóinn. Margar hendur vinna létt verk og saman myndum við samfélag. Ekkert starf er merkilegra en annað!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=