77 1. Hvað heitir lengsta á Íslands? 2. Hvað heitir fjórða stærsta stöðuvatnið á Íslandi? 3. Hvaða húsdýr er líklegt að sjá í beitilöndum? NÝ ORÐ • kvíslast • miðlunarlón • búsetuskilyrði Á láglendi er margvíslegur gróður, bæði stórir skógar og minni kjarrlendi en líka móar, mosabreiður og fallega græn tún. Þar má einnig sjá marglit blóm og lyng. Á láglendinu eru líka tjarnir, mýrar og votlendi. Fjölbreytt náttúran skapar góðar aðstæður fyrir dýra- og plöntulíf. Hún skapar líka góð búsetuskilyrði fyrir mannfólkið. Þegar nær sjónum er komið birtast klettafjörur og svartar og gular strendur. Svarti sandurinn kemur frá eldfjöllunum en sá ljósi er skeljamulningur. Reynisdrangar við Reynisfjöru. Vaglaskógur í Fnjóskadal.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=