Halló heimur 3 - nemendabók

76 Láglendið Frá jöklum og fjallgörðum liggja vatnsmiklar ár niður á láglendi. Þær kvíslast um og næra gróður og dýralíf á leið til sjávar. Lengsta áin heitir Þjórsá og er 230 km löng. Vatnsmesta áin heitir Ölfusá. Hún rennur í gegnum Selfoss. Stærstu vötn Íslands heita Þórisvatn og Þingvallavatn. Þórisvatn er miðlunarlón og Þingvallarvatn stærsta náttúrulega stöðuvatnið. Dýpsta vatn Íslands heitir Jökulsárlón. Það er mjög fallegt og fullt af fljótandi ísjökum. Bíðum nú við… ég hélt að Þingvallavatn væri stærsta vatnið? Já, einu sinni. En nú er komið miðlunarlón sem er stærra. Þannig að kannski breytist þessi listi ef ný vatnsaflsvirkjun er byggð?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=