Halló heimur 3 - nemendabók

75 Á Íslandi eru margir jöklar. Vatnajökull er stærstur. Hann er meira að segja stærsti jökull Evrópu! Sumar eldstöðvar liggja undir jöklum og valda jökulhlaupi. Þá bræðir hitinn jökulinn og mikið vatnsmagn flæðir niður á láglendið. Hvannadalshnjúkur er hæsta fjallið okkar. Hann er 2.110 m hár. Í gamla daga fór fólk fótgangandi eða á hestum yfir hálendið. Í dag eru víða komin jarðgöng í gegnum fjöll. Þá þarf ekki alltaf að ferðast yfir háar heiðar. 1. Hvað er Ísland stórt? 2. Hvað eru mörg eldstöðvakerfi á Íslandi? 3. Hvað heitir stærsti jökull Evrópu? NÝ ORÐ • vogskorið • virk • heiði Jökulhlaup eru öflug og geta tekið brýr og þjóðvegi í sundur. Hvannadalshnjúkur og aðrir jöklar eru mældir með hæðarlínum frá yfirborði sjávar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=