Halló heimur 3 - nemendabók

73 1. Hvernig varð Ísland til? 2. Hvað kallast hafið í kringum Ísland? 3. Í hvaða heimsálfu er landið okkar? NÝ ORÐ • jarðhræringar • flekaskil • heimskautsbaugur Ísland er stór eyja. Umhverfis landið eru fjölmargar minni eyjar. Nyrsta byggða eyjan liggur á heimskautsbaug og heitir Grímsey. Syðsta byggða eyjan heitir Heimaey. Ísland tilheyrir hópi fimm landa sem kallast Norðurlönd. Veistu hvaða lönd það eru? Hafið umhverfis Ísland heitir Atlantshaf. Í því er Golfstraumurinn, hafstraumur sem færir okkur yl frá heitari löndum. Án hans væri mun kaldara á Íslandi. Það er langt til næstu landa í kringum okkur. Ísland er hluti af heimsálfu sem heitir Evrópa. Landið okkar er vestasti hluti heimsálfunnar. Noregur Ísland Færeyjar Danmörk Finnland Svíþjóð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=