Halló heimur 3 - nemendabók

72 Eyjan Ísland Yfirborð Jarðarinnar er eins og púsluspil. Hvert stykki í púslinu kallast fleki. Þar sem flekarnir mætast eru stöðugar jarðhræringar. Sums staðar rekast þeir hver á annan. Annars staðar rekur þá í sundur svo gosefni úr möttlinum eiga greiða leið að yfirborði Jarðar. Ísland liggur á flekaskilum og hér er mikil eldvirkni. Eyjan okkar varð smám saman til í mörgum eldgosum. Enn þann dag í dag eru jarðskjálftar og eldgos algeng á Íslandi. Almannavarnir sjá til þess að sem minnst hætta skapist af eldgosum. Evrasíufleki Kyrrahafsfleki Kyrrahafsfleki Filippseyja- fleki Indlandsfleki Ástralíufleki Arabíufleki Núbíufleki Suður- Ameríkufleki Norður- Ameríkufleki Norður- Ameríkufleki Nazcafleki Karíbafleki Kókos- fleki Scotiafleki Suðurskautsfleki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=