Halló heimur 3 - nemendabók

65 1. Hvaða ár þekkir þú? 2. Hvers vegna veður fólk yfir ár? 3. Af hverju er hættulegt að hoppa á hálum steinum? NÝ ORÐ • öryggi • straumhart • bugða Steinar verða oft blautir og hálir. Þess vegna getur verið hættulegt að leika sér að því að hoppa á milli þeirra. Ef fara þarf yfir á með því að stikla á steinum eða feta sig eftir trjábol verður að skoða umhverfið vel. Aldrei má gera það nálægt flúðum eða fossum. Í straumharðri á er best að fljóta á bakinu með fætur á undan. Þá er minni hætta á að reka höfuð í steina. Þá sést líka það sem er framundan og auðveldara að finna eitthvað til að grípa í.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=