Halló heimur 3 - nemendabók

64 Ár og vötn Á Íslandi eru margar ár og vötn. Sumum finnst gaman að veiða og öðrum að vaða og busla. Mörgum finnst gaman að fara á kajak. Við þurfum alltaf að gæta að öryggi okkar. Ár geta verið straumharðar. Sérstaklega á vorin þegar snjórinn í fjöllunum bráðnar. Mesti straumurinn er í bugðum og beygjum. Árbakkar eru varasamir. Mikill vatnsstraumur getur grafið sig inn undir bakkann. Þá getur hrunið úr honum. Ef þarf nauðsynlega að vaða yfir á er best að fara þar sem hún er breiðust því þar er straumurinn minnstur. Þá er góð regla að vera ekki með þungan bakpoka spenntan við sig. Blautur bakpoki er mjög þungur og getur dregið þig á bólakaf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=