Halló heimur 3 - nemendabók

63 1. Hvað getum við gert til að hjálpa þeim sem falla í sjóinn? 2. Hvers vegna er hættulegt að vera einsömul á bryggju? 3. Hvernig er best að vera klædd í sjóferðum? NÝ ORÐ • varast • bregðast við • ofkæling Bátsferðir Í bátsferðum er mikilvægt að vera í björgunarvesti með ljósi, endurskini og flautu. Vestið þarf að festa rétt. Það er líka nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri, vera með húfu og í ullarnærfötum. Í ísköldum sjó geta hlý föt hægt á ofkælingu og bjargað mannslífum. Líf þú ert svo fróð um slysavarnir. Hvað þarf ég að gera ef ég dett í sjóinn? Halda höndum og fótum að líkamanum til að minnka ofkælingu. Varast að busla og eyða orku. Blása í flautuna á björgunarvestinu til að láta vita af þér. Slaka á og láta þig fljóta. Bíða rólegur þar til þér er bjargað. 1 2 3 4 5 Þú verður að sýna gát um borð í bát.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=