Halló heimur 3 - nemendabók

62 Sjór og bryggjur Í gamla daga drukknuðu mörg börn. Það hefur sem betur fer breyst. Í dag lærum við öll að synda í skólanum en þurfum þó alltaf að vita hvar hætturnar eru og kunna að varast þær. Bryggjur eru ekki leiksvæði og þar eiga börn aldrei að vera án fullorðinna. Ef manneskja dettur í sjóinn þarf strax að bregðast við. Það er líka hættulegt fyrir okkur að vera ein á bryggjunni ef óhapp verður. Björgunarnet og línur eru notaðar til bjarga fólki úr sjónum. Neyðarsímar eru oft áberandi og hægt er að hringja frítt úr þeim. Á mörgum bryggjum er 6 metra langur krókstjaki sem hægt er að nota til að krækja í fatnað fólks og hjálpa því að bryggju. Á öllum bryggjum á að vera hringur til að kasta til fólks í vandræðum. Vertu alltaf í björgunarvesti ef þú ferð út á bryggju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=