61 1. Hvaða hlutir leynast úti sem við getum óvart skorið okkur á? 2. Hvers vegna bíta og stinga sum dýr? 3. Hvað er Artie eiginlega að segja? NÝ ORÐ • stífkrampasprauta • víðavangur • sýklar Hættuleg dýr? Dýr finna ýmsar leiðir til að lifa af og verja sig. Á Íslandi eru holugeitungar sem gera sér bú í jarðvegi og holum nálægt mannvirkjum. Þeir geta stungið ef þeim er ógnað. Hér eru mýflugur og flær sem sjúga blóð. Víða finnast líka maurar og fleiri smádýr. Oftast eru bit og stungur meinlaus en þau geta valdið óþægindum og kláða. Gæludýr geta líka meitt okkur. Sumir kettir klóra í sjálfsvörn og hundar og páfagaukar geta bitið. Við þurfum að læra að umgangast öll dýr. Skógarmítill lifir á blóði og sogar sig fastan við húð manna og dýra. Fló lifir á blóði og fylgir oft fuglum og hreiðrum. Eldmaur stingur og bítur. Eitrið veldur mikilli brunatilfinningu. Mýfluga sýgur blóð til að fá orku til að verpa eggjum sínum. Holugeitungur reiðist þegar hætta steðjar að búinu hans. Lúsmý er örsmá mýfluga sem lifir á blóði spendýra.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=