Halló heimur 3 - nemendabók

60 Hvað er nú þetta? Ýmislegt óvænt getur orðið á vegi okkar á leiksvæðum eða annars staðar. Það geta verið sprautur, sprautunálar, gler- brot og jafnvel hnífar eða beitt verkfæri. Þá verður að láta einhvern fullorðinn vita. Það má aldrei snerta svona hluti því hægt er að skera sig og þeir geta valdið sýkingum. Þá þarf að fara á sjúkrahús og láta sauma sárið, fá lyf og kannski stífkrampasprautu. Það er mjög slæm hugmynd að setja eitthvað í munninn sem finnst úti, hversu girnilegt sem það er. Sprautur og sprautunálar geta innihaldið efni sem eru hættuleg börnum. Ertu nokkuð með tyggjóklessuna sem við sáum í götunni áðan? *Nei, nei, ég átti þetta í vasanum, má bjóða þér? „Mei, mei, mjé átti etta í mjasanum, má mjóða þmjér?“* Aldrei má drekka innihald úr flöskum sem finnast á víðavangi. Ýmsir sýklar geta leynst í tyggjóklessum eða á hálfkláruðu sælgæti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=