Halló heimur 3 - nemendabók

Leiktæki stór og smá 58 Á Íslandi eru skemmtileg leiksvæði. Þar fá börn góða hreyfingu, kynnast öðrum og hafa gaman. Slys geta líka hent svo fara þarf varlega. Ákveðnar reglur gilda um leiktæki. Þær eiga að koma í veg fyrir slys. Það má aldrei ryðjast, hrinda öðrum eða trufla börn sem eru að klifra. Það er varhugavert að standa í rólum og í rennibrautum á að renna sér sitjandi með fætur á undan. Í sumum tækjum má aðeins eitt barn leika í einu. Í öðrum geta mörg skemmt sér saman. Þekkir þú allar reglurnar? Nota á leiktæki rétt og passa að vera ekki of mörg í einu. Þar sem hátt fall er niður þarf að sýna sérstaka varúð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=