Halló heimur 3 - nemendabók

55 Verkefni og umræður Birkir er að rækta baunir eins og amma hans og afi gera. Hann setur rakan eldhúspappír í glerkrukku og þurrkaðar nýrnabaunir á milli pappírsins og glersins. Birkir vökvar baunirnar reglulega og fylgist með því þegar ræturnar og græni sprotinn koma. Svo færir hann jurtina í mold og bíður eftir baunabelgjunum. Prófið líka! Líf bjó til skordýrahótel til að skýla pöddum af öllum stærðum og gerðum. Hún notaði alls konar timburbúta og tíndi köngla, laufblöð, trjágreinar og steina í náttúrunni. Svo bætti hún klósettrúllum og bylgjupappa við. Skordýrum líður vel í hlýju umhverfi svo Líf ætlar að setja hótelið á sólríkt svæði. Búið til skordýrahótel fyrir pöddurnar í ykkar umhverfi. Artie vill skoða hvernig ávextir rotna. Hann fann stóran plastdunk og fékk Mínervu til að hjálpa sér að skera hann í sundur. Hann setti botnfylli af mold í dunkinn, setti svo ávöxtinn ofan á moldina og límdi plastdunkinn þétt saman. Ef hann bíður í nokkra mánuði mun ávöxturinn verða að jarðvegi og kannski kemur líka ný jurt upp úr moldinni. Hafið þið þolinmæði til að fylgjast með rotnun ávaxta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=