Halló heimur 3 - nemendabók

54 NÝ ORÐ • hringrás • lirfa • rotna Hringrás orkunnar Hringrásir eru alls staðar í náttúrunni. Blómið vex og lirfan nagar laufblöð þess. Fuglinn étur lirfuna. Þegar fuglinn deyr fara ýmsar litlar lífverur af stað og byrja að sundra honum. Þá er talað um að hann rotni. Allt sem lifir deyr að lokum. Efni úr dauðum lífverum verður næring og byggingarefni fyrir nýjar. Með nýju lífi hefst ný hringrás.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=