Halló heimur 3 - nemendabók

53 1. Hvernig getum við reiknað út aldur trjáa? 2. Hvað er stundum kallað lungu Jarðar? 3. Í hvað er hægt að nota timbur? NÝ ORÐ • hitabelti • regnskógur • beit Skógar Stærstu skógar Jarðar eru regn- skógar. Þeir eru stundum kallaðir lungu Jarðarinnar því þeir framleiða svo mikið súrefni. Á Íslandi voru miklir skógar við landnám. Svo hurfu þeir næstum vegna skógarhöggs og beitar. Nú fara þeir aftur stækkandi þökk sé landvernd og skógrækt. Í skógum er fjölbreytt vistkerfi. Þar er fæða og skjól fyrir margar tegundir dýra og jurta. Mér finnst svo skrýtið að sveppir séu hvorki plöntur né dýr! Ef börkur trés rofnar lekur út safi sem kallast trjákvoða. Sums staðar finnst mikið af steingerðri trjákvoðu. Hún kallast raf og er notuð í skartgripi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=