Halló heimur 3 - nemendabók

51 1. Hvernig fjölga blóm sér? 2. Hvað nefnast fjórir meginhlutar pöntu? 3. Hverjir nýta súrefnið sem plönturnar framleiða? NÝ ORÐ • fjölga sér • fræ • kolefni Ljóstillífun Allar plöntur geta búið til fæðu handa sér úr sólarljósi, vatni og koltvísýringi. Koltvísýringur er ósýnilegt efni í loftinu. Hann er blanda af kolefni og súrefni. Plönturnar nota kolefnið sem byggingarefni en skila súrefninu út í loftið aftur. Þetta ferli kallast ljóstillífun. Þegar plöntur ljóstillífa minnkar styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu og súrefnið eykst. Dýr og menn geta ekki lifað án súrefnisins sem plöntur framleiða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=