49 1. Hvað gefur náttúra Íslands okkur? 2. Hvernig er hægt að græða landið okkar upp? 3. Nefndu nokkrar fugla- og blómategundir sem finnast á Íslandi. NÝ ORÐ • framræst • gróðurhúsaáhrif • vistkerfi Vistkerfi Í náttúrunni tengjast jurtir, sveppir og dýr saman í vistkerfum þar sem allt vinnur sem ein heild. Það er því mikilvægt að vernda náttúruna og viðhalda fjölbreyttu lífríki. 1 Ef votlendið er þurrkað upp hverfa vatnafuglar, vaðfuglar og ýmis smádýr. 2 Ef blómlendi eyðist hverfa flugurnar. 3 Ef skógarnir eyðast hverfa skógarfuglar, margs konar jurtir og sveppir. 1 3 2
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=