Halló heimur 3 - nemendabók

48 Umhverfið okkar Ísland er fallegt og gefur okkur ýmsar nauðsynjar. Samt höfum við ekki alltaf farið vel með eyjuna okkar. Víða er landið okkar gróðursnautt og illa farið. Það er hægt að vernda það og rækta upp. Við höfum grafið skurði og þurrkað upp votlendi til að rækta tún og matjurtir. Framræst land losar mikið af lofttegundum sem auka á gróðurhúsaáhrif Jarðarinnar. Þar sem ekki er lengur búskapur er stundum fyllt upp í skurðina. Þá kemur votlendið til baka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=