Halló heimur 3 - nemendabók

47 1. Hvaða matjurtir þekkir þú? 2. Hvað er ræktað í gróðurhúsum á Íslandi? 3. Hvers vegna er slæmt að úða skordýraeitri yfir matjurtagarða? NÝ ORÐ • fæðuöryggi • frjósamt • lífrænt Í dag nýta bændur víða um heim tæknina við ræktun. Dráttarvélar eru notaðar til að dreifa tilbúnum áburði á akrana. Oft er skordýraeitri og illgresiseyði úðað yfir ræktarland. Margs konar vélar hirða uppskeruna. Stundum eru matjurtir ræktaðar í upphituðum gróðurhúsum eða undir plastdúkum. Sumar ræktunaraðferðir skaða umhverfið. En margir bændur hafa áhuga á að vernda náttúruna og rækta lífræn matvæli á sjálfbæran hátt. Þannig verður umhverfið heilbrigðara og matjurtirnar heilsusamlegri. Það er gaman að rækta eigin mat.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=