46 Ræktun Á steinöld veiddi fólk sér til matar. Það tíndi villtar jurtir, ber og rætur. Í lok steinaldar byrjaði fólk smám saman að halda húsdýr og rækta mat. Fæðuöryggi varð meira. Fólk settist að á frjósömum svæðum og flakkaði minna. Fyrst ræktaði fólk fáar tegundir matjurta. Smám saman fjölgaði tegundunum sem ræktaðar voru. Fólk fann leiðir til að fá betri uppskeru. Það vökvaði matjurtirnar og setti húsdýraáburð á þær. Hveiti er ein af fyrstu matjurtunum sem fólk ræktaði.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=