Halló heimur 3 - nemendabók

43 Verkefni og umræður Fróðný var mjög spennt að heyra að þarmarnir væru 6 metra langir. Hún ákvað að fá alla skó bekkjarsystkina sinna lánaða og búa til jafnlanga skólengju á ganginum. Hvað heldur þú að það þurfi marga skó í eina þarmalengju? Fáðu lánað málband og kannaðu málið! Sofia elskar alla hreyfingu og langar að fá aðra til að hreyfa sig líka. Hún er að útbúa veggspjald sem hvetur önnur börn til að hjóla eða ganga í skólann. Gerið veggspjöld til að hengja upp víðs vegar um skólann ykkar. Trausti og Artie eru forvitnir um þennan púls sem Mínerva sagði þeim frá. Þeir ætla að taka púlsinn hvor hjá öðrum í eina mínútu og skrá niður. Næst ætla þeir að hoppa 20 sinnum, taka púlsinn aftur og skrá niður. Loks ætla þeir að hlaupa hring í kringum skólann og mæla svo púlsinn. Niðurstöðurnar ætla þeir að setja upp í töflu. Endurtakið púlsæfinguna þeirra og skráið í verkefna- og úrklippubók.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=